Codland tilnefnt til hvatningarverðlauna Sjávarútvegsstefnunnar og TM árið 2019

Þrjú fyrirtæki hafa verið valin úr hópi tilnefninga til að hljóta Hvatningarverðlaun Sjávarútvegsstefnunnar og TM árið 2019. Við mat á tillögum var litið til frumleika og áhrifa á virðisaukningu. Einnig var litið til áhrifa á ímynd íslensks sjávarútvegs, sjálfbærni og samstarfs. Codland sem var stofnað árið 2012 og er í eigu Vísis og Þorbjarnar var tilnefnt fyrir framtak sitt til að skapa verðmæti og atvinnu og tryggja þá ímynd enn fastar í sessi sem hefur einkennt íslenskan sjávarútveg um aukna nýtingu á hráefni til verðmætasköpunar.

Niceland Seafood var einnig tilnefnt fyrir nýstárlegar leiðir í að bjóða upp á ferskan, íslenskan fisk með rekjanleikalausn sem sýnir neytandanum hvernig fiskurinn ferðast frá veiðum í verslanir/veitingarhús og Sjávarklasinn fyrir stuðning við nýsköpun og samvinnu hinna ýmsu aðila innanlands og utan. Mikill fókus hefur verið á sjálfbærni og hafa verkefnin stuðlað að auknu samstarfi fyrirtækja, menntastofnanna og ríkisstofnanna.

Tilkynnt verður um vinningshafa verðlaunanna á Sjávarútvegsráðstefnunni sem haldin verður í Hörpu dagana 7. og 8. nóvember næstkomandi.