Pétur Pálsson framkvæmdastjóri í viðtali hjá Samtökum atvinnulífsins

Samtök atvinnulífsins tóku viðtal við Pétur Pálsson framkvæmdastjóra Vísis á dögunum í tengslum við nýja vefsíðu samtakanna, Holdumafram.is. Pétur fer þar um víðan völl. Hann talar um hvernig COVID hefur haft áhrif á fyrirtækið og samfélagið í heild sinni. Hvernig óvænt tækifæri hafa komið upp hjá fyrirtækinu þrátt fyrir erfiðleikana sem hafa fylgt. En umfram allt hversu mikilvægt það er að minnka atvinnuleysi á Íslandi og leita uppi ný tækifæri í okkar auðuga landi.
 
Úr viðtali:
„Pétur Hafsteinn Pálsson er framkvæmdastjóri Vísis, framsækins sjávarútvegsfyrirtækis með höfuðstöðvar í Grindavík. Vísir hefur verið meðal þeirra fyrirtækja sem dregið hafa vagninn í nýtingu hátækni í fiskvinnslu hér á landi og leggja mikla áherslu á fullnýtingu afurða og ábyrgar veiðar. Hjá fyrirtækinu starfa um þrjú hundruð manns. Pétur segir mikilvægara en nokkru sinni fyrr að líta til þeirra tækifæra sem leynast víða, þegar um auðugt land af náttúruauðlindum líkt og Ísland er að ræða. Sérstaklega nú þegar skórinn kreppir. Matarframleiðsla sé framtíðin og geti skapað fjölda fjölbreyttra starfa í náinni framtíð. Hátt atvinnuleysisstig líkt og nú er reyndin, sé nefnilega eitur í beinum Íslendinga.“
 
Hægt er að lesa viðtalið í heild sinni á eftirfarandi slóð: