Vísir með bás á sjávarútvegssýningunni í Brussel

Eins og undanfarin ár tók Vísir þátt í sjávarútvegssýningunni Seafood Expo Global í Brussel sem haldin var 21. – 23 apríl sl. 

Sjávarútvegssýningin er stærsti viðburður ársins í sjávargeiranum þar sem kaupendur og seljendur sjávarafurða og tækja til fiskvinnslu bera saman bækur sínar.  Meðan á sýningunni stóð var undirritaður samningur milli Vísis hf og Marels um kaup á tveimur FleXicut vélum í frystihús Vísis að Miðgarði. 

Góð aðsókn var á bás Vísis en óhætt er að segja að  básinn hafi vakið athygli vegna nýs útlits í tilefni af 50 ára afmæli Vísis hf á þessu ári. Að auki hýsti básinn fyrirtækið Haustak sem er dótturfyrirtæki Vísis og Þorbjarnar.  Haustak sér um framleiðslu og sölu á þurrkuðum afurðum. 

Margir viðskiptamenn heimsóttu básinn auk þess sem nýjir áhugasamir kaupendur kynntu sér vöruframboð Vísis og Haustaks.

Smellið hér til að sjá fleiri myndir frá sýningunni