Jafnlaunastefna

Tilgangur jafnlaunastefnunnar er að tryggja jafnan rétt og jafna stöðu kvenna og karla og jöfn tækifæri einstaklinga óháð kyni, kynvitund eða öðrum ómálefnalegum ástæðum. Stefnan nær til alls starfsfólks Vísis. 

Stjórnendur Vísis eru meðvitaðir um að styrkur fyrirtækisins felst í mannauðnum sem í því býr. Vísi ber að nýta til jafns styrkleika karla og kvenna þannig að hæfileikar, kraftur og kunnátta alls mannauðs félagsins njóti sín sem best.  

Vísir greiðir laun eftir umfangi og eðli starfa og tekur mið af þeim kröfum sem störf gera um þekkingu, hæfni og ábyrgð. Forsendur launaákvarðana eru að þær séu í samræmi við kjarasamninga, studdar rökum og tryggi að sömu laun séu greidd fyrir sambærileg eða jafnverðmæt störf.  

Til þess að fylgja jafnlaunastefnunni eftir skuldbindur Vísir sig til að:

  • Skjalfesta, innleiða og viðhalda jafnlaunakerfi í samræmi við kröfur jafnlaunastaðalsins ÍST 85 og öðlast vottun í samræmi við lög 56/2017 um jafnlaunavottun.
  • Framkvæma árlega launagreiningu.
  • Bregðast við óútskýrðum launamun með stöðugum umbótum og eftirliti.
  • Setja fram og rýna jafnlaunamarkmið.
  • Árlega skal fara fram innri úttekt og rýni stjórnenda.
  • Fylgja lögum, reglum og kjarasamningum sem í gildi eru á hverjum tíma og staðfesta árlega af framkvæmdastjórn að þeim sé hlítt.
  • Kynna jafnlaunastefnuna fyrir starfsfólki Vísis og rifja upp árlega.
  • Stefnan skal einnig vera aðgengileg á vefsíðu Vísis www.visirhf.is.

Karl og kona í vinnslusal Vísis