Mannauðsstefna

Vísir er rótgróið, öflugt og framsækið sjávarútvegsfyrirtæki sem hefur í yfir 50 ár notið mikillar gæfu og haft á að skipa metnaðarfullu og tryggu starfsfólki. Mannauður er lykillinn að farsælum rekstri fyrirtækisins. Markmið Vísis er að vera framúrskarandi fyrirtæki sem byggir á kraftmiklu og ábyrgu starfsfólki þar sem möguleikar hvers og eins nýtast til fulls í hvetjandi starfsumhverfi með góðum aðbúnaði. Markmið Vísis með mannauðsstefnu er að bjóða upp á starfsumhverfi og aðstæður sem stuðla að ánægju og vellíðan starfsfólks.

Mannauðsstefna okkar tekur til sex mikilvægra þátta. Þeir eru vellíðan starfsfólks, jöfnuður og fagmennska, samskipti og upplýsingaflæði, móttaka nýrra starfsmanna, aðbúnaður og öryggi og loks ráðningar og starfslok. Fyrir hvern þátt höfum við sett okkur eftirfarandi markmið og leiðir til að ná þeim.

 

Vellíðan starfsfólks

Markmið okkar er að stuðla að sveigjanleika og vellíðan starfsfólks. Til að tryggja þetta viljum við að:

  • starfsfólk Vísis geti samþætt vinnu og einkalíf.
  • starfsfólk sé ánægt og starfsandi sé góður hjá fyrirtækinu.
  • starfsumhverfið sé hvetjandi.
  • kynbundið ofbeldi, kynbundin og/eða kynferðisleg áreitni sé ekki liðin á vinnustaðnum.
  • einelti eða hvers konar áreitni sé ekki liðin á vinnustaðnum.

Aðgerð

Ábyrgð

Tímarammi

 Starfsmannakönnun.

 Mannauðsstjóri.   

 Einu sinni á ári.

 Starfsmannasamtöl.

 Yfirmenn, stjórnendur og  skrifstofa.

 Einu sinni á ári.

 Hópefli /  skemmtanir.

 Mannauðsstjóri.

 Tvisvar á ári.

 

Jöfnuður og fagmennska

Markmið okkar er að jöfnuður og fagmennska ríki innan fyrirtækisins. Til að tryggja þetta viljum við að:

  • konum og körlum séu greidd jöfn laun og allir í sama starfi njóti sömu kjara.
  • sérhver starfsmaður sé metinn og virtur að verðleikum.
  • karlar og konur hafi sömu möguleika til starfsþjálfunar, endurmenntunar og símenntunar.

Aðgerð

Ábyrgð

Tímarammi

Jafnlaunavottun.

Mannauðsstjóri.

Skv. lögum.

Fræðsla fyrir starfsfólk og stjórnendur.

Mannauðsstjóri.

Árlega.

Jafnréttisstefna og áætlun.

Mannauðsstjóri.

Árangur metinn árlega.

 

Samskipti og upplýsingaflæði

Markmið okkar er að viðhafa góð samskipti og stuðla að öflugu upplýsingaflæði svo að starfsfólk þekki fyrirtækið og tengist því betur. Til að tryggja þetta viljum við að:

  • starfsfólk og stjórnendur Vísis sýni hvert öðru virðingu og kurteisi.
  • erlendu starfsfólki standi til boða að sækja námskeið í íslensku.
  • áhersla sé lögð á að allir starfsmenn séu vel upplýstir um starfsemi fyrirtækisins.
  • starfsmenn skilji það sem fram fer á starfsmannafundum (starfsmannafundir fari fram á íslensku, ensku og pólsku).
  • á heimasíðu Vísis sé ávallt að finna nýjustu fréttir af starfsemi fyrirtækisins.

Aðgerð

Ábyrgð

Tímarammi

Samskiptareglur kynntar.

Mannauðsstjóri.

Einu sinni á ári.

Allar upplýsingar á innri vef.

Mannauðsstjóri/kerfisstjóri.

Uppfært reglulega.

Tryggja að helstu upplýsingar skili sér til starfsmanna.

Mannauðsstjóri.

Á starfsmannafundum (sem haldnir eru a.m.k. fjórum sinnum á ári).

 

Ábyrg móttaka nýrra starfsmanna

Markmið okkar er að móttaka nýrra starfsmanna sé ábyrg og góð þannig að nýtt starfsfólk aðlagist fyrirtækinu hratt og vel  Til að tryggja þetta viljum við að:

  • allir nýir starfsmenn fái góða kynningu á allri starfsemi Vísis.
  • allir starfsmenn fái leiðsögn um starfsstöðvar Vísis samkvæmt móttökuáætlun.

Aðgerð

Ábyrgð

Tímarammi

Starfsmannahandbók.

Mannauðsstjóri.

Við upphaf starfs.

Nýir starfsmenn fá leiðbeinendur.

Mannauðsstjóri.

Fyrstu vikuna í starfi (gæti verið misjafnt milli starfa).

Móttökuáætlun.

Mannauðsstjóri.

Endurskoðuð árlega.

 

Aðbúnaður og öryggi

Markmið okkar er að aðbúnaður sé góður og að fyllsta öryggis sé gætt. Til að tryggja þetta viljum við að:

  • öryggi starfsmanna Vísis sé ávallt í fyrirrúmi.
  • vinnuumhverfi verði öruggt.  
  • virk þátttaka starfsmanna og stjórnenda við öryggismál verði tryggð.
  • starfsmenn mæti alltaf allsgáðir til vinnu.
  • öll tóbaksnotkun fari fram á þar til gerðum svæðum.

Aðgerð

Ábyrgð

Tímarammi

Öryggishandbók kynnt og aðgengileg öllum, alltaf.

Mannauðsstjóri.

Árlega.

Gæða- og öryggisnefndir funda.

Forstöðumaður gæðamála.

A.m.k. fjórum sinnum á ári.

Fíkniefnapróf skv. skráðu verklagi.

Yfirmenn.

M.a. í ráðningarferli og reglubundinni heilsufarsskoðun. Tilviljunarkennt eftirlit, grunur um notkun og annað ef ástæða þykir til.


Ráðningar og starfslok

Markmið okkar er að ráðningar okkar séu faglegar og að ráðið sé hæft starfsfólk. Til að tryggja þetta viljum við að:

  • við ráðningu sé leitast við að ráða hæft, traust og árangursmiðað starfsfólk.
  • leitast sé við að hafa virðingu og sveigjanleika að leiðarljósi við starfslok.
  • öllum sé boðið að fara í starfslokaviðtal þegar starfslok nálgast.

Aðgerð

Ábyrgð

Tímarammi

Starfslokaviðtöl.

Mannauðsstjóri.

Þegar starfslok nálgast eða þegar starfsfólk hættir af sjálfsdáðum.

 

Dags. 20. nóvember 2020