Vottanir

Vísir á aðild að Ábyrgum fiskveiðum sem nota vörumerkið Iceland Responsible Fisheries.  Ábyrgar fiskveiðar hafa fengið vottun á íslenskum þorski, ýsu, ufsa og gullkarfa og þannig sýnt fram á með gagnsæjum hætti að staðið er að fiskveiðum og fiskveiðistjórnun á Íslandi á ábyrgan og viðurkenndan hátt í samræmi við kröfur Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, FAO. 

Fyrirtækið hefur ennfremur hlotið MSC-vottun þar sem það uppfyllir kröfur Marine Stewardship Council um rekjanleika sjávarafurða úr sjálfbærum fiskistofnum.  Vísir á aðild að Iceland Sustainable Fisheries sem hefur meðal annars fengið vottun á þorski, ýsu, ufsa og gullkarfa og því til viðbótar er langan í vottunarferli.  MSC vottunarnúmer fyrirtækisins er: MSC-C-52940.

Iceland Responsible Fisheries

 

 

 

 

MSC