Vottanir

Jafnlaunavottun
Jafnlaunastjórnunarkerfi Vísis er vottað samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST-85, en staðallinn tryggir fagleg vinnubrögð sem fyrirbyggja beina og óbeina mismunun vegna kyns. Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. 

  

MSC vottun
Fyrirtækið hefur ennfremur hlotið MSC-vottun þar sem það uppfyllir kröfur Marine Stewardship Council um rekjanleika sjávarafurða úr sjálfbærum fiskistofnum.  Vísir á aðild að Iceland Sustainable Fisheries sem hefur meðal annars fengið vottun á þorski, ýsu, ufsa og gullkarfa og því til viðbótar er langan í vottunarferli.  MSC vottunarnúmer fyrirtækisins er: MSC-C-52940.

 

BRC vottun
Frystihús Vísis er vottað samkvæmt BRC-staðlinum (British Retail Consortium).  BRC er alþjóðlega viðurkenndur staðall undir merkjum GFSI (Global Food Safety Initiative). Staðallinn leggur áherslu á matvælaöryggi,  gæði framleiðsluhátta, gæði og heilnæmi afurðar. Vottunin sýnir fram á að gæðastjórnunarkerfi fyrirtækisins standist ítrustu gæðakröfur sem settar eru á matvælaframleiðslur á alþjóðavísu.

Jafnlaunavottun 2023-2026

  

MSC