Facos eða Fnitsel?

Fizza, Forgari, Farpaccio, Fasagne?
Fizza, Forgari, Farpaccio, Fasagne?
Fisk í matinn er átak Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) sem ætlað er að hvetja fólk á öllum aldri til að vera oftar með fisk á borðum. Könnun sem gerð var leiddi í ljós að margir vildu gjarnan borða meiri fisk enda er hann ekki aðeins ljúffengur heldur líka mjög hollur.
 
Samfélagsmiðlastjarnan Linda Ben og Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS mættu í Ísland í dag í gærkvöld. Þar smökkuðu þær facos og fnitsel eftir meistarakokka og gáfu réttunum síðan einkunn. Facos bar nauman sigur úr býtum en báðir réttir fengu afar háa einkunn. Uppskriftirnar eru að finna á www.fiskimatinn.is