Vísir og Marel skrifuðu undir samstarfssamning um RoboBatcher innleiðingu

Frá vinstri: Sigurður Ólason framkvæmdastjóri fiskiðnaðar hjá Marel, Pétur Hafsteinn Pálsson framkvæ…
Frá vinstri: Sigurður Ólason framkvæmdastjóri fiskiðnaðar hjá Marel, Pétur Hafsteinn Pálsson framkvæmdastjóri Vísis og Óskar Óskarsson sölustjóri hjá Marel handsala hér samninginn

Vísir og Marel undirrituðu samstarfssamning um innleiðingu á róbot búnaði á sjávarútvegssýningunni á þriðjudaginn. Fyrirtækin tvö hafa unnið að sameiginlegri þróun á vélvæddri pökkun afurða í fiskvinnslu Vísis frá því í september en samningurinn gerir ráð fyrir uppsetningu á allt að 12 róbótum í starfsstöð Vísis í Grindavík.

 

Einn róbot hefur nú þegar verið í prufukeyrslu hjá Vísi síðastliðinn mánuð.  Ómar Enoksson, yfirmaður tækniþróunar hjá Vísi segir að róbotinn hafa farið langt fram úr væntingum,  en hann raðar fiskbitum í kassa af mikilli nákvæmni, eftir meðalþyngd og umbeðnum stykkjafjölda.

 

Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis segir þetta „eðlilegt framhald af þróuninni með skurðarvélarnar og við erum mjög bjartsýn á að þessar breytingar skili okkur góðum árangri.“  Það eru því spennandi tímar framundan og óhætt að segja að fjórða iðnbyltingin sé hafin í sjávarútveginum.