Ábyrgar veiðar

Vísir leggur mikla áherslu á ábyrga umgengni um auðlindirnar. Veiðistefna fyrirtækisins byggir á línuútgerð, rekjanleika og öflugri sóknarstýringu. Rekjanleikinn gefur upplýsingar um framleiðsluferil afurðanna og eru allar afurðir rekjanlegar niður á veiðislóð hvers skips. Með því skipulagi er einnig hægt að stýra bátunum í það hráefni sem hentar hverju sinni miðað við veiðireynslu síðustu ára. Þannig nýtir fyrirtækið best þær aflaheimildir sem það hefur og hámarkar verðmæti þeirra.

Vísir á aðild að Ábyrgum fiskveiðum sem nota vörumerkið Iceland Responsible Fisheries.  Ábyrgar fiskveiðar hafa fengið vottun á íslenskum þorski, ýsu, ufsa og gullkarfa og þannig sýnt fram á með gagnsæjum hætti að staðið er að fiskveiðum og fiskveiðistjórnun á Íslandi á ábyrgan og viðurkenndan hátt í samræmi við kröfur Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, FAO.