Saltfiskur

Stærstu markaðir Vísis fyrir saltfisk eru Spánn, Ítalía og Grikkland og er megnið af fiskinum pakkað í 25 kg kassa.  Hvort sem fiskurinn er flattur eða flakaður er uppistaðan hágæða línuveiddur fiskur sem unninn er í tæknivæddri saltfiskvinnslu fyrirtækisins.  Helstu tegundir í saltfiski eru þorskur, keila, langa og blálanga.