Ferskar afurðir

Vísir leggur mikið upp úr miklum og stöðugum gæðum og stýrir línubátum sínum í besta hráefnið hverju sinni.  Þetta ferska hráefni og nálægð Vísis við alþjóðaflugvöll og útflutningshöfn gera fyrirtækið einstaklega hæft til framleiðslu og afhendingar á ferskum afurðum. Hlutfall ferskra flaka og bita hefur hækkað mikið á undanförnum misserum og fjöldi tegunda í þennan afurðaflokk aukist.