Um Vísi ehf.

Vísir er rótgróið, kröftugt og framsækið íslenskt sjávarútvegsfyrirtæki þar sem öll áhersla er lögð á ábyrgar veiðar, hátæknivinnslu og vörugæði. Fyrirtækið býr yfir góðum skipaflota útbúnum til línuveiða og rekur saltfiskvinnslu og frystihús í Grindavík. Afurðir Vísis eru fjölbreyttar, unnar úr fyrsta flokks hráefni, og framleiddar fyrir breiðan hóp kröfuharðra viðskiptavina  vítt og breitt um heiminn. Vísir hefur  í yfir 55 ár notið mikillar gæfu og haft á að  skipa metnaðarfullu og tryggu starfsfólki  – mannauður fyrirtækisins er því lykillinn  að farsælum rekstri þess.

staðsetning Vísis