Saltfiskvinnsla

Saltfiskvinnsla Vísis hefur verið í sama húsinu í Grindavík síðan fyrirtækið var stofnað árið 1965.  Búnaðurinn þar innanhúss hefur hins vegar tekið miklum breytingum á þeim tíma.  Mikið rannsóknar og þróunarstarf hefur verið unnið til þess að verkunin varðveiti gæði hráefnisins sem best. Þessi framleiðsla er í dag mjög tæknivædd og unnin af reynslumiklu starfsfólki. Þetta tvennt gerir það að verkum að afurðirnar rata inn á bestu markaði í sunnanverðri Evrópu.