Gleðileg jól !
23.12.2019
Við sendum starfsfólki okkar, viðskiptavinum og landsmönnum öllum hugheilar jóla- og áramótakveðjur.
Jólin hafa hægt og rólega byrjað að minna á sig í Vísi síðustu vikur. Hið árlega jólaball Vísis var haldið fyrir börnin á þriðja sunnudegi í aðventu þar sem Guðbrandur Einarsson spilaði fyrir söng og dansi líkt og síðustu ár. Síðasta fimmtudag var svo jólaþema og margir starfsmenn mættu í jólapeysum og með fylgihluti.
Ath. Skrifstofan verður lokuð milli jóla og nýárs og lágmarksstarfssemi haldið úti í húsinu.