Jólaballið fyrir börnin var haldið hátíðlegt í Vísi í gær

Stekkjastaur, Guðbrandur Einarsson og Giljagaur
Stekkjastaur, Guðbrandur Einarsson og Giljagaur
Jólaballið fyrir börnin var haldið hátíðlegt í Vísi í gær, þriðja sunnudag í aðventu.
 
Jólaballið er árlegur liður hjá okkur í Vísi og teljum við það vera hluta af því að ýta undir góðar samverustundir hjá fjölskyldufólkinu okkar. Þetta var fjölmennasta jólaball sem hingað til hefur verið haldið en síðustu tvö ár þurfti að aflýsa því vegna takmarkana í samfélaginu.
 
Guðbrandur Einarsson spilaði undir söng og dansi. Hann hefur verið okkur innan handar í mörg ár og hjálpað okkur til við að gera jólaballið hátíðlegt. Honum til aðstoðar voru jólasveinarnir sem mættu með læti, dönsuðu með krökkunum og færðu þeim glaðning úr pokanum sínum. Við þökkum starfsmönnum og fjölskyldum fyrir hátíðlega samverustund.