Júlli og félagar á Sævík í góðri veiði út af Krýsuvíkurbjargi

Júlli og félagar á Sævík í góðri veiði út af Krýsuvíkurbjargi
Sævíkin hefur verið mikið frá veiðum vegna veðurfars það sem af er árinu. Þótt 21 dagur væri liðinn af febrúarmánuði voru þeir einungis í sínum fimmta róðri í mánuðinum. Í venjulegu árferði ættu róðrarnir að vera orðnir 15 talsins.
„Líklega verða þeir ekki nema sex í þessum mánuði segir Júlíus Sigurðsson skiptstjóri. Við förum á morgun [miðvikudag] og svo sýnist mér veðurútlitið þannig að það verði bara komin mánaðamót hjá okkur. Við höfðum náð 15 róðrum 18. janúar en þá þurftum við að fara að hægja á okkur út af kvótastöðunni. Við þurfum ekki marga róðra til viðbótar núna til þess að vera stopp út af skorti á þorskkvóta. Það veiðist ekkert annað hérna heldur en þorskur og ýsa.“
Hann segir þorskinn vel haldinn og einstaklega fallegan. Meðalþyngdin er líklega nærri 6 kílóum og fiskurinn er stútfullur af hrognum og lifrin stór.
 
Tekið af fiskifrettir.vb.is