Landfestar leystar á nýjum Páli Jónssyni í dag!

Nýr Páll Jónsson leggur af stað
Nýr Páll Jónsson leggur af stað

Í dag voru landfestar leystar á nýjum Páli Jónssyni í Gdansk og ferðinni heitið í hans fyrstu siglingu yfir hafið til heimahafnar í Grindavík. Áætlaður siglingartími veltur á veðurskilyrðum en búist er við að það taki skipið um 5-7 daga. Væntanlegur komutími til Grindavíkur er þá á milli næstkomandi sunnudags og þriðjudags en upplýst verður um nánari dagsetningu þegar nær dregur. Þetta er stór stund í sögu fyrirtækisins og mikil eftirvænting ríkir eftir komu skipsins.

Hægt er að fylgjast með siglingunni á linknum hér að neðan.

https://www.marinetraffic.com/en/ais/details/ships/shipid:5981536/mmsi:251372000/imo:9847827/vessel:PALL_JONSSON/_:2cc9765e2a2d87f2827084e9d8fd9f1a