Margrét K. Pétursdóttir, forstöðumaður gæðamála með erini á sjávarútvegsráðstefnunni
03.11.2023
Margrét K. Pétursdóttir, forstöðumaður gæðamála hjá okkur í Vísi lauk rétt í þessu flottu erindi sínu á sjávarútvegsráðstefnunni um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja. Þar fjallaði hún um mikilvægi þess að sjávarútvegsfyrirtæki séu meðvituð um samfélagsábyrgð sína, m.a. að ganga vel um auðlindina, styrkja mannauðinn og taka þátt í samfélaginu. Margrét tók einnig þátt í panel umræðum í opnunarmálstofunni ásamt Ingveldi Ástu Björnsdóttur og Guðmundi Kristjánssyni.