Pétur H. Pálsson framkvæmdastjóri Vísis hlaut stjórnunarverðlaun Stjórnvísi í flokki yfirstjórnenda
13.02.2024
Pétur Hafsteinn Pálsson framkvæmdastjóri Vísis hlaut stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2024 í flokki yfirstjórnenda. Forseti Íslands afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn á Grand Hótel í gær.
Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi eru veitt árlega stjórnendum fyrirtækja sem þykja hafa skarað framúr á sínu sviði. Félagar í Stjórnvísi tilnefna stjórnendur út frá viðmiðum sem sett eru hverju sinni. Síðan tekur dómnefnd við öllum gögnum um tilnefningar og vinnur úr þeim. Pétur segir verðlaunin vera mikinn heiður og hitta beint í hjartastað, sérstaklega á þessum tíma þar sem aðstæður í Grindavík hafa verið erfiðar fyrir fyrirtækið og starfsfólkið okkar.