Samstaða lykilatriði hjá fyrirtækinu í baráttunni gegn kórónuveirufaraldrinum

Hingað til hefur tekist vel að halda uppi smitvörnum í fyrirtækinu og þökkum við það fyrst og fremst starfsfólki okkar. Óvenjulegar aðstæður sem þessar kalla á miklar breytingar á starfsháttum. Öllu starfsfólki okkar verið skipt upp í hópa með færri en tuttugu manns og báðum fundarherbergjum verið breytt tímabundið í kaffistofur til að skapa meira rými fyrir starfsfólk. Þeir sem geta unnið að heiman eru hvattir til þess og áhersla er lögð á að nota grímur. Í síðustu viku heimilaði landlæknisembættið skimun á einkennalausum skipverjum. Nú fara því allir skipverjar í skimun einum til tveimur sólarhringum áður en þeir fara um borð í ferð sem tekur meira en fimm daga og haga sér sem þeir séu í sóttkví þar til vinnuferð hefst. Einnig eru tilmæli um að skipverjar sem ekki fara í frí eftir túrinn forðist annað fólk í landlegunni.

Í niðurstöðum starfsmannakönnunar, sem gerð , upplifðu 53% starfsfólks kvíða vegna COVID-19 en um 93% töldu viðbrögð Vísis við veirunni fullnægjandi.

Samstaða er lykilatriði til að komast í gegnum þennan tíma og við sendum starfsfólki okkar bestu þakkir fyrir framlag þess. „Við sem stjórnendur gerum okkur grein fyrir því hversu útbreidd veiran er og þökkum fyrir hvern dag sem starfsfólki tekst með samstöðu að halda henni frá“ segir Pétur Hafsteinn Pálsson framkvæmdastjóri hjá Vísi.