Síldarvinnslan og Vísir styrktu verkefni Bleiku slaufunnar í ár með kaupum á sparihálsmeni Bleiku slaufunnar

Síldarvinnslan og Vísir styrktu verkefni Bleiku slaufunnar í ár með kaupum á sparihálsmeni Bleiku slaufunnar fyrir allar konur sem starfa hjá fyrirtækinu. Pétur Hafsteinn framkvæmdastjóri ásamt Anítu Ágústdóttur færðu konum sem starfa hjá Vísi hálsmenið í kaffitímanum í dag og að sjálfsögðu fylgdu bleikar kökur með föstudagskaffinu. Allur ágóði af sölu Bleiku slaufunnar rennur til starfsemi Krabbameinsfélagsins og er ein af lykilstoðum til að halda úti starfsemi félagsins. Félagið sinnir afar mikilvægu starfi sem er okkur mörgum kært en félagið styður fólk með krabbamein og aðstandendur þeirra með ókeypis ráðgjöf, styrkja íslenskar krabbameinsrannsóknir, sinna ýmiss konar fræðslu, forvarnarstarfi, námskeiðahaldi og fleiru, sem og sinna hagsmunagæslu og beita sér fyrir bættri aðstöðu fyrir fólk með krabbamein.

Það var gaman að sjá hversu margir starfsmenn mættu í bleiku í dag til að vekja athygli á átaki bleiku slaufunnar og sýna þannig samstöðu með öllum konum sem greinst hafa með krabbamein.