Sjómannalögin sungin á bryggjunni
04.06.2021
Laugardaginn 5.júní kl 15:00 verður dagskrá með sjómannalögunum á kaffihúsinu Bryggjunni. Vísis systkinin halda áfram uppteknum hætti á sjómannahelginni ásamt þeim Axeli Ómarssyni, Ársæli Mássyni, Sveini Andra Guðjónssyni og Halldóri Lárussyni.
Þetta er þriðja árið sem þessi dagskrárliður fer fram á Bryggjunni og myndaðist skemmtileg stemning síðustu sjómannahelgi.