Skrifað var undir samninga við Skagann 3X og Ísfell ehf. á sjávarútvegssýningunni í Brussel

Pétur Hafsteinn Pálsson framkvæmdastjóri Vísis og Freysteinn Máni sölustjóri hjá Skaganum 3X handsal…
Pétur Hafsteinn Pálsson framkvæmdastjóri Vísis og Freysteinn Máni sölustjóri hjá Skaganum 3X handsala samninginn

Penninn var á lofti á sjávarútvegssýningunni sem haldin var í Brussel dagana 7-9 maí. Greint hefur verið frá samningnum við Marel um RoboBatcher innleiðingu en einnig var skrifað undir samninga við Skagann 3X og Ísfell ehf. á búnaði fyrir nýja Pál Jónsson, línuskipið sem væntanlegt er til landsins í haust.

 

Með samningnum við Ísfell ehf. staðfesti Vísir kaup á Mustad Autoline línukerfi til uppsetningar í skipinu. Verður Páll Jónsson fyrsta íslenska skipið með sjálfvirku rekkakerfi sem léttir á álagi og vinnu um borð.

 

Vísir og Skag­inn 3X skrifuðu undir (samstarfssamning eða samstarfsverkefni) um uppsetningu vinnslubúnaðar sem bæt­ir alla aflameðhöndl­un, svo sem blæðingu, kæl­ingu, flokk­un og frá­gang afla í lest. Verk­efnið er að hluta til unnið með Mar­el, sem mun meðal ann­ars sjá um flokk­ara og ann­an búnað.

„Lausn­in um borð í Páli Jóns­syni hef­ur verið unn­in í nánu og góðu sam­starfi við sér­fræðinga Marels og Skag­ans 3X og stuðlar að áfram­hald­andi fram­leiðslu á framúrsk­ar­andi matvæla­af­urðum,” sagði Pét­ur Haf­steinn Páls­son, fram­kvæmda­stjóri Vís­is um verkefnið.

Nýja skipið mun því styðja enn betur við stefnu fyrirtækisins um ábyrgar veiðar, hátæknivinnslu og vörugæði sem leiðir til framleiðslu afurða úr fyrsta flokks hrá­efni.