Starfsfólk Vísis afhendir Víðihlíð minningargjöf

Þann 5.mars afhentu starfsmenn Vísis hjúkrunarheimilinu Víðihlíð minningargjöf í minningu Páls Hreins Pálssonar, aðaleiganda Vísis, sem lést 16.febrúar síðastliðinn. Á meðfylgjandi mynd má sjá fulltrúa starfsfólks Vísis og Víðihlíðar við afhendinguna.

Frá vinstri eru Fjölnir Freyr Guðmundsson framkvæmdastjóri lækninga á HSS og læknir Víðihlíðar, Þórunn Benediktsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunará HSS, Jenný Björk Jensdóttir starfsmaður Vísis, Halldór Jónsson forstjóri HSS, Justyna Kozlowska starfsmaður Vísis, Jeanette F. Sicat hjúkrunarfræðingur í Víðihlíð, Ingibjörg Þórðardóttir Deildarstjóri Víðihlíðar og Bogi Adolfsson starfsmaður Vísis.