Starfsmenn Vísis taka þátt í WOW Cyclothon

Starfsmenn Vísis taka þátt í WOW Cyclothon

 

Tveir starfsmenn Vísis, þeir Eggert Daði Pálsson og Andrew Wissler, eru í Team Bacalao de Islandia sem  tekur þátt í WOW Cyclothon sem hefst í kvöld.  WOW Cyclothon er hjólreiðakeppni þar sem hjólað er með boðsveitarformi hringinn í kringum Ísland. Í ár er hjólað til styrktar uppbyggingu Batamiðstöðvar á geðsviði Landspítalans á Kleppi.  Hægt verður að fylgjast með ferð hópsins hér: https://live.at.is/ og á facebook síðu hópsins: https://www.facebook.com/teambacalaodeislandia

 

Liðsmenn hópsins eru eftirfarandi: German Castillo, Bjarki Logason, Tómas Þór Eiríksson,  Gunnlaugur Eiríksson, Guðmundur Steinn Sigurðsson, Heiðar Hrafn Eiríksson, Sigurdór Sigurðsson, Hallgrímur Þorvaldsson, Andrew Wissler og Eggert Pálsson.  Eins og fram kemur á wowcyclothon síðunni: http://www.wowcyclothon.is/keppnin/keppandi?cid=5862  þá er Bacalao de Islandia gríðarlega sterkt lið þar sem allir kunna að hjóla. Þeir eru a.m.k með tvo aðila sem eru mjög góðir að hjóla upp brekkur og hinir góðir niður brekkur með góðan fallþunga.  Áheitanúmer hópsins er 1097 og hvetjum við fólk til að styðja við hópinn og gott málefni.