Vísir er með bás á Seafood Expo Global í Barcelona

Í morgun hófst hin árlega sjávarútvegssýning Seafood Expo Global í Barcelona sem stendur fram til 28. Apríl. Þetta er stærsti viðburður ársins í sjávargeiranum þar sem kaupendur og seljendur sjávarafurða og tækja til fiskvinnslu fá tækifæri til þess að bera saman bækur sínar. Sýningin hefur verið haldin í Brussel frá árinu 1993 en í ár var skipt um staðsetningu. Samkvæmt fulltrúum okkar á sýningunni gekk vel að koma upp básnum þar sem hægt er að skyggnast inn í framleiðsluferlið hjá fyrirtækinu, frá veiðum til endanlegra afurða með áherslu á ferskleika og hágæða afurðir.
 
Við hvetjum alla sem eiga leið hjá að koma við á básnum okkar og sjá hvað Vísir hefur upp á að bjóða