Vísir kaupir tvær FleXicut vélar frá Marel

Í dag var skrifað undir samning við Marel um kaup á tveimur FleXicut vélum, en Vísir hefur í samstarfi við Marel verið að þróa vélina síðan í byrjun árs.  Fyrsta vélin verður sett upp í maí og sú seinni síðar á árinu.  Samkvæmt Pétri Hafsteini Pálssyni, framkvæmdastjóra Vísis, er FleXicut "tímamótalausn sem færir hátæknina beint inn í hjarta fiskvinnslunnar sem hefur áhrif á allt heildarferlið." Ennfremur bendir hann á að þetta sé eitt stærsta skref í átt að sjálfvirknivæðingu sem sést hefur áraraðir. “ Með tilkomu FleXicut getum við aukið vöruframboð okkar til muna og tryggjum hámarksnýtingu og gæði í hvert sinn sem er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur,“ segi Pétur.  

Meðfylgjandi mynd var tekin við undirskriftina á bás Vísis á sjávarútvegssýningunni þar sem Sigurður Ólason, framkvæmdastjóri fiskiðnaðarseturs Marel, og Pétur handsöluðu samninginn.