1000 tonn og 1000 þakkir

1000 tonn 1000 þakkir
1000 tonn 1000 þakkir
Eftir gosið 14. janúar var vinnslan stoppuð og bænum okkar lokað. Þá var lítið annað í stöðunni en að litast um eftir húsnæði fyrir saltfiskverkunina til að tryggja viðskiptavinum okkur saltfisk fyrir páskavertíðina. Húsnæðið í Helguvík varð fyrir valinu og allir lögðust à eitt. Rúmlega þremur vikum frá gosinu, var húsnæðið tilbúið, tækin og búnaður flutt yfir og saltfiskverkunin komin aftur af stað þann 6. febrúar.
Í dag náðum við 1000 tonna múrnum og því góð ástæða til að fagna árangrinum.
Áfram er unnið að þvi að bæta og gera í Helguvík og næst á dagskrá er að parketleggja og gera skrifstofusvæðið tilbúið.