Algirdas Kazulis gæðastjóri í viðtali hjá Fisktækniskólanum

Algirdas Kazulis gæðastjóri var í skemmtilegu viðtali hjá Fisktækniskólanum. Alli kom til Íslands tuttugu og tveggja ára gamall og starfaði fyrst í byggingariðnaðinum. Þegar efnahagshrunið skall á árið 2008 fór hann í nám hjá fisktækniskólanum. Hann segir sjálfur að þá hafi íslenskukunnáttan ekki verið upp á sitt besta en hann hafi ekki látið það stoppa sig og útskrifast sem gæðastjóri. Alli hefur nú verið gæðastjóri hjá okkur í Vísi síðan 2015 og stimplað sig vel inn í hópinn. Hægt er að nálgast viðtalið á heimasíðu fisktækniskólans.