Engar heimsóknir vegna kórónuveirunnar

Vísir hf. hefur beint þeim tilmælum til starfsmanna sinna að leyfa engar heimsóknir í starfsstöðvar fyrirtækisins um óákveðinn tíma vegna faraldurs kórónuveirunnar. Þá hefur starfsfólk verið hvatt til þess að draga úr ferðalögum eins og kostur er og sleppa alfarið ferðalögum til skilgreindra áhættusvæða þar sem faraldurinn geisar og smit er talið útbreitt. Er þetta gert í samræmi við tilmæli Embættis landlæknis.