Íslenskt hugvit, framleiðsla og þekking í Vísi

Frystihús Vísis eru í forgrunni í nýju myndbandi SFS.  Í myndbandinu er viðtal við framkvæmdastjóra Vísis og starfsmenn Marel, en fyrirtækin hafa unnið náið saman að þróun og útfærslu tækjabúnaðar í frystihúsinu.  Samstarf sjávarútvegsfyrirtækja og tæknifyrirtækja á Íslandi er og hefur verið mikið enda beggja hagur að vel takist til.  Nú er svo komið að nánast allur vinnslubúnaður í frystihúsinu er íslenskt hugvit og framleiðsla, byggð á íslenskri þekkingu.  Myndbandið má nálgast hér: https://youtu.be/g3-0kKOOJ3E