Jólaball Vísis haldið hátíðlegt

Jólasveinninn mættur með glaðning handa börnunum
Jólasveinninn mættur með glaðning handa börnunum
Jólaball Vísis var haldið hátíðlegt í dag🎄
Jólaballið er árlegur liður hjá okkur og ávallt verið haldið í salnum okkar í Vísi. Vegna aðstæðna í Grindavík fengum við að halda ballið í félagsheimili Fáks í Víðidal.
Guðbrandur Einarsson sem hefur verið okkur innan handar í mörg ár spilaði undir söng og dansi. Jólasveinarnir Stúfur og Kjötkrókur létu sig ekki heldur vanta, dönsuðu með krökkunum og færðu þeim glaðning úr pokanum sínum. Við þökkum starfsmönnum og fjölskyldum fyrir góða samverustund.