Myndband af Sighvati GK 357

Við stöndumst ekki mátið að setja þetta fallega myndband á heimasíðu okkar, en það tók Jón Steinar Sæmundsson í síðustu viku af happaskipinu Sighvati á leið í róður á sinni síðustu vetrarvertíð. Eins og glöggir menn sjá er númerið GK 357 en GK 57 er komið á arftaka hans í Póllandi sem kemur til heimahafnar á miðju ári.

https://www.facebook.com/Bataogbryggjubrolt/videos/1427835430658895/