Námskeið

Þar sem lítið var af fiski til vinnslu eftir verkfall sjómanna var haldið námskeið fyrir hluta starfsmanna Vísis dagana 17. og 18. nóvember sl. Stór hluti starfsmanna tók þátt í þessu kjarabundna námskeiði þar sem farið var yfir ýmislegt, m.a kjaramál, verkalýðsréttindi, sjálfsstyrkingu og skyndihjálp.  MSS skipulagði námskeiðið sem haldið var bæði á íslensku/pólsku og íslensku/ensku og voru starfsmenn afar ánægðir með námskeiðishaldið.