Sævík GK og Daðey GK með aflahæstu bátunum árið 2020

Sævík GK
Sævík GK
Aflafréttir eru með stutta samantekt um árið 2020 hjá aflahæstu bátunum sem eru undir 21 brúttótonni eða með svipaða línulengd. Sævík GK og Daðey GK verma þar annað og þriðja sætið.
Sævík er með 1.438,7 tonn úr 176 löndunum og fylgir fast á eftir aflahæsta bát ársins, Margréti GK, sem er með 1.488,7 tonn, úr 206 löndunum. Aðeins munar um 50 tonnum á bátunum. Daðey er svo í þriðja sæti á listanum með 1.233,6 tonn, úr 178 löndunum.