Sighvatur kominn til heimahafnar

Sighvatur GK 57 kom til heimahafnar á föstudagskvöld eftir endurbyggingu í Póllandi og var vel tekið á móti honum.  Pétur Hafsteinn Pálsson framkvæmdastjóri var að vonum ánægður með skipið og sagði allan frágang til fyrirmyndar.  Þá sagði Pétur að skipið hafi reynst vel á heimleiðinni og að áhöfnin hafi verið ánægð.  

Hér má sjá skemmtilegt myndband frá skipasmíðastöðinni af endurbyggingunni. 

Hér eru fleiri myndir af heimkomunni.

Sighvatur GK57