Skemmtileg umfjöllun um þættina Ice Cold Catch

Ansi skemmtileg umfjöllun hjá Heimildin um þættina Ice Cold Catch þar sem nánar er sagt frá upplifun skipstjórans okkar, honum Benidikt Páli Jónssyni og Caitlin Krause, fyrrverandi háseta á Páli Jónssyni GK.
,,Það er á þeim báðum að heyra að milli Caitlin og áhafnarinnar hafi myndast gott vinasamband. Caitlin sjálf lýsir áhöfninni eins og einni stórri fjölskyldu. Sem hún er að vissu leyti bókstaflega. Til að mynda eru þrír synir Benna skipstjóra í áhöfninni. En þar fyrir utan sé áhöfnin samstillt og virðing borin fyrir hverjum og einum um borð."
Caitlin keypti sér húsbíl til að ferðast eftir tökurnar og nefndi hún hann PJ, eftir Páli Jónssyni.
 
Við mælum með að lesa viðtalið inn á heimildin og að sjálfsögðu horfa á þættina.