Sumarslútt Vísis!

Sumarslútt Vísis
Sumarslútt Vísis
Pop up Pizza matarvagninn mætti eftir vinnu í gær og gladdi starfsmenn Vísis þar sem sumarfríið er nú handan hornsins. Ánægjulegt var að sjá börnin sem mættu með foreldrum sínum, ömmum og öfum. Sólin hefur greinilega stillt sig inn á sumarfríið hjá okkur og lét sig ekki vanta. Góð stemning myndaðist og við óskum okkar kæra starfsfólki og fjölskyldum gleðilegs sumars!