Tilnefning til FÍT verðlauna

Nýtt útlit Vísis, hannað af Erni Smára Gíslasyni, er tilnefnt til FÍT verðlauna ársins 2016 í flokknum mörkun. Verðlaun­in eru veitt fyr­ir þau verk sem sköruðu fram úr á sviði graf­ískr­ar hönn­un­ar og myndskreyt­ing­ar á liðnu ári og verða veitt þann 9 mars nk.

Að sögn Arnar Smára er hann sérlega ánægður með tilnefninguna og verkið í heild. Samstarfið við Vísi hafi verið gott og áætlun allra um að endurspegla reynslu og sögu fyrirtækisins með starfsfólkið í forgrunni  hafi vakið verðskuldaða eftirtekt.

Hér til hliðar má sjá sýnishorn af nýju útliti Vísis

Smellið hér til að sjá frétt Mbl.is um tilnefningarnar.