Vinnslumet í Miðgarði

Vinnsla í nýju frystihúsi Vísis, Miðgarði, fór í fyrsta skipti yfir 50 tonn í vikunni. Unnin voru 50.536 kg þann 27. janúar. Örlitlu munaði að 80 tonn færu í gegnum báðar vinnslur fyrirtækisins þann dag, því 29.452 kg voru unnin í saltfiskvinnslu Vísis, samtals 79.988 kg.

Að sögn Jóhanns Helgasonar rekstrarstjóra Miðgarðs hefur starfsemin gengið mjög vel það sem af er ári og má helst þakka góðu starfsfólki og tækjabúnaði. Einnig hafa veiðar gengið vel.