Vísiskórinn á Borgarbókasafninu

Hinn fjölþjóðlegi kór Vísis söng á Café Lingua á Borgarbókasafninu í gær við góðar undirtektir.  Café Lingua er tungumálavettvangur þar sem markmiðið er "að virkja þau tungumál sem hafa ratað til Íslands með fólki hvaðanæva að og auðgað mannlíf og menningu ásamt því að vekja forvitni borgarbúa á heiminum í kringum okkur" samkvæmt vef Borgarbókasafnsins.  Kórinn söng lög á íslensku, pólsku, serbnesku og tælensku og spjallaði við gesti um lögin, samstarfið og tilurð textanna.  Meðfylgjandi mynd var tekin af kórnum litríka á Café Lingua í gær. 

Vísiskórinn var stofnaður síðasta haust og kom fyrst fram á jólahlaðborði Vísis.  Kórinn söng einnig við setningu Menningarviku Grindavíkur við mikla hrifningu gesta eins og þetta myndband sýnir.  Næsta verkefni kórsins verður að syngja á afmælishátíð Vísis í byrjun júní.