Fréttir

Prófanir á nýja Páli Jónssyni eru á lokametrunum

Hér má sjá nýja Pál Jónsson sem er við höfn í Gdansk í Póllandi. Það styttist í komu skipsins til landsins en Kjartan Viðarson útgerðarstjóri Vísis tók meðfylgjandi myndir í síðustu ferð sinni út þar sem hann fylgdist með gangi mála. Samkvæmt Kjartani þá er skipið á lokametrunum í prófunum. ,,Þessa dagana er verið að gera prófanir á skipinu til þess að passa upp á að allt standist áður en skipinu er siglt heim. Það er allt að gerast og kemur vonandi í ljós í lok vikunnar nákvæmlega hvenær skipið kemur en svona ferli getur oft tekið lengri tíma en áætlað er. Við höfum brennt okkur á því að fá skipin of snemma heim t.d. þegar Sighvatur beið eftir fiskvinnslubúnaði og því að endanleg pappírsgerð kláraðist. Því verður passað upp á með nýja Pál Jónsson að þessi mál séu öll klár áður en það fer úr höfn.” Þetta er fyrsta nýsmíðin af þessarri stærðargráðu í rúmlega 50 ára sögu Vísis. Skipið mun hafa Mustad Autoline línukerfi frá Ísfell ehf. og verður þar með fyrsta íslenska skipið með sjálfvirku rekkakerfi sem léttir á álagi og vinnu um borð. Skaginn 3X sér um uppsetningu vinnslubúnaðar sem bætir alla aflameðhöndlun, svo sem blæðingu, kælingu, flokkun og frágang afla í lest. Verkefnið er að hluta til unnið í samstarfi við Marel sem mun meðal annars sjá um flokkara og annan búnað um borð. Það ríkir mikil tilhlökkun að fá nýja Pál Jónsson til landsins og mun skipið styðja enn betur við stefnu fyrirtækisins um ábyrgar veiðar, hátæknivinnslu og vörugæði sem leiðir til framleiðslu afurða úr fyrsta flokks hrá­efni.
Lesa meira

Prófanir á nýja Páli Jónssyni eru á lokametrunum

Hér má sjá nýja Pál Jónsson sem er við höfn í Gdansk í Póllandi. Það styttist í komu skipsins til landsins en Kjartan Viðarson útgerðarstjóri Vísis tók meðfylgjandi myndir í síðustu ferð sinni út þar sem hann fylgdist með gangi mála. Samkvæmt Kjartani þá er skipið á lokametrunum í prófunum þessa dagana. ,,Þessa dagana er verið að gera prófanir á skipinu til þess að passa upp á að allt standist áður en skipinu er siglt heim. Það er allt að gerast og kemur vonandi í ljós í lok vikunnar nákvæmlega hvenær skipið kemur en svona ferli getur oft tekið lengri tíma en áætlað er. Við höfum brennt okkur á því að fá skipin of snemma heim t.d. þegar Sighvatur beið eftir fiskvinnslubúnaði og því að endanleg pappírsgerð kláraðist. Því verður passað upp á með nýja Pál Jónsson að þessi mál séu öll klár áður en það fer úr höfn.” Þetta er fyrsta nýsmíðin af þessarri stærðargráðu í rúmlega 50 ára sögu Vísis. Skipið mun hafa Mustad Autoline línukerfi frá Ísfell ehf. og verður þar með fyrsta íslenska skipið með sjálfvirku rekkakerfi sem léttir á álagi og vinnu um borð. Skaginn 3X sér um uppsetningu vinnslubúnaðar sem bætir alla aflameðhöndlun, svo sem blæðingu, kælingu, flokkun og frágang afla í lest. Verkefnið er að hluta til unnið í samstarfi við Marel sem mun meðal annars sjá um flokkara og annan búnað um borð. Það ríkir mikil tilhlökkun að fá nýja Pál Jónsson til landsins og mun skipið styðja enn betur við stefnu fyrirtækisins um ábyrgar veiðar, hátæknivinnslu og vörugæði sem leiðir til framleiðslu afurða úr fyrsta flokks hrá­efni.
Lesa meira

Sighvatur GK 57 bauð gestum Sjóarans síkáta í skemmtisiglingu

Sighvatur GK 57 bátur Vísis og Sturla GK 12 bátur Þorbjarnar buðu gestum hátíðarinnar í hina árlegu skemmtisiglingu um Sjómannahelgina. Gaman var að sjá hversu mikill fjöldi mætti um borð en er þetta einn af viðburðunum í dagskrá Sjóarans síkáta.
Lesa meira

Skrifað var undir samninga við Skagann 3X og Ísfell ehf. á sjávarútvegssýningunni í Brussel

Penninn var á lofti á sjávarútvegssýningunni sem haldin var í Brussel dagana 7-9 maí. Greint hefur verið frá samningnum við Marel um RoboBatcher innleiðingu en einnig var skrifað undir samninga við Skagann 3X og Ísfell ehf. á búnaði fyrir nýja Pál Jónsson, línuskipið sem væntanlegt er til landsins í haust.
Lesa meira

Vísir og Marel skrifuðu undir samstarfssamning um RoboBatcher innleiðingu

Vísir og Marel skrifuðu undir samstarfssamning um RoboBatcher innleiðingu á sjávarútvegssýningunni í Brussel
Lesa meira

Vísir er með bás á sjávarútvegssýningunni Seafood Expo Global í Brussel

Vísir er með bás á sjávarútvegssýningunni Seafood Expo Global sem haldin er núna á dögunum 7-9 maí.
Lesa meira

Nýr Páll Jónsson GK kominn á flot

Á myndunum má sjá nýja Pál Jónsson GK sem mun leysa af hólmi eldra skip Vísis með sama nafni.
Lesa meira

,,Ég ætlaði nú bara að vera með honum á síldveiðum í rúmlega mánuð en það urðu nú 40 ár"

Enok Guðmundsson lætur af störfum hjá Vísi eftir 40 farsæl ár hjá fyrirtækinu
Lesa meira

Sighvatur kominn til heimahafnar

Sighvatur GK 57 kom til heimahafnar á föstudagskvöld eftir endurbyggingu í Póllandi og var vel tekið á móti honum. Pétur Hafsteinn Pálsson framkvæmdastjóri var að vonum ánægður með skipið og sagði allan frágang til fyrirmyndar. Þá sagði Pétur að skipið hafi reynst vel á heimleiðinni og að áhöfnin hafi verið ánægð.
Lesa meira

Vísir hlaut Þekkingarverðlaunin 2018

Vísir hf. hlaut Íslensku þekkingarverðlaunin í ár en Vísir ásamt Arion banka, HB Granda og Skagans 3X voru tilnefnd til þekkingarverðlauna Félags viðskipta- og hagfræðinga. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn á Íslenska þekkingardeginum í Iðnó á föstudaginn. Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis, veitti verðlaununum viðtöku og var að vonum ánægður með viðurkenninguna: „Þetta er góð viðurkenning fyrir þá vinnu sem starfsfólk okkar hefur unnið síðasta áratuginn og mikil hvatning til að halda áfram á sömubraut.“ Pétur sagði einnig að það að þrjú af tilnefndu fyrirtækjunum kæmu úr sjávarútvegi væri „staðfesting á því hvar sjávarútvegurinn stendur í tæknibyltingunni. Samstarf sjávarútvegsins og tæknifyrirtækjanna væri að verða mjög sýnilegt.“ Við val á þekkingarfyrirtæki ársins 2018 var horft til þeirra fyrirtækja sem eru leiðandi í stafrænum lausnum og hafa með nýsköpun í tækni bætt rekstrarumhverfi fyrirtækisins. Leitað var eftir fyrirtækjum sem hafa með aukinni sjálfvirkni bætt þjónustu, afköst, nýtingu og/eða framleiðni. Einnig var mikilvægt að fyrirtækin starfi í sátt við samfélagið og séu með ríka umhverfisvitund. Í rökstuðningi dómnefndar segir meðal annars að Vísir hafi náð eftirtektarverðum árangri í rekstri sínum og aukið framleiðni og skilvirkni með innleiðingu og þróun stafrænna lausna. Vísir hafi með innleiðingu stafrænna lausna náð hagræðingu í rekstri með virkri stýringu flotans, nýtingarauka og hærra hlutfalli í betur borgandi afurðir. Þannig opnar tæknin þann möguleika að Vísir klári framleiðsluferlið beint í neytendapakkningar sem spara milliflutninga og milliumbúðir, en það sé stórt skref í að minnka kolefnisspor sjávarútvegsins ennfrekar. Þetta var í 18.sinn sem félagið stendur fyrir Íslenska þekkingardeginum og hér má sjá lista yfir þau fyrirtæki sem hafa hlotið Þekkingarverðlaun FVH (tilnefnd fyrirtæki innan sviga): 2000 Íslensk erfðagreining (Búnaðarbankinn, Hugvit, Össur) 2002 Marel (Bakkavör, Íslensk erfðagreining, Össur) 2003 Íslandsbanki (Kaupþing, Össur, Landsbankinn) 2004 Actavis (Pharmaco) (KB-banki, Baugur Group, Medcare Flaga) 2005 KB-banki (Baugur Group, Össur) 2006 Actavis (Avion Group, Bakkavör) 2007 Actavis (Marel, Össur) 2008 Össur (Norðurál, Kaffitár) 2009 CCP (Marel, Össur) 2010 Fjarðarkaup (CCP, Icelandair, Össur) 2011 Icelandair (Rio Tinto Alcan á Ísland, Samherji) 2012 Marel (Eimskip, Landspítali háskólasjúkrahús) 2013 Bláa lónið (Icelandair Group, True North) 2014 Ölgerðin (Össur, Já og LS Retail) 2015 Kerecis (ORF Líftækni, Carbon Recycling International) 2016 Íslandsbanki (Kolibri, Reiknistofa bankanna) 2017 Bláa lónið (Norðursigling, Íslenskir fjallaleiðsögumenn) 2018 Vísir hf. ( Arion banki, HB Grandi, Skaginn 3X)
Lesa meira