20.12.2019
Skrifstofan verður lokuð milli jóla og nýárs en lágmarksstarfsemi verður haldið úti í húsinu svo starfsmenn geti notið hátíðarinnar með fjölskyldum sínum.
Við óskum starfsfólki okkar, viðskiptavinum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla, árs og friðar og þökkum samstarfið á liðnu ári.
Lesa meira
26.11.2019
Nýsmíðin Páll Jónsson var formlega skírt og afhent eigendum við hátíðlega athöfn í Gdansk í dag þar sem eigendur, starfsmenn og fleiri voru komnir saman til að fagna og skoða nýja skipið.
Eins og fyrr hefur verið sagt er þetta fyrsta nýsmíðin af þessarri stærðargráðu í rúmlega 50 ára sögu Vísis og við fyrstu sýn eru eigendur ánægðir með hvernig tókst til. Skipið er nefnt eftir föður Páls Hreins Pálsonar, aðalstofnanda Vísis, eða eins og flestir þekktu hann, sem Palli í Vísi.
Þegar skipi er gefið nafn er sá vani á að slengja kampavínsflösku utan í kinnung þess svo úr freyði. Svanhvít Daðey Pálsdóttir, ein af systkinunum og eigendunum fékk titilinn guðmóðir skipsins og hjó hún á snúruna svo kampavínsflaskan small í og minnst var Alberts Sigurjónssonar, eiginmanns hennar sem lést í maí eftir harða baráttu við krabbamein og skyldi eftir stórt skarð í hjarta fyrirtækisins.
Næst á dagskrá er að sigla skipinu í heimahöfn og mun skipið styðja enn betur við stefnu fyrirtækisins um ábyrgar veiðar, hátæknivinnslu og vörugæði sem leiðir til framleiðslu afurða úr fyrsta flokks hráefni.
Lesa meira
25.10.2019
Jón Steinar Sæmundsson er 49 ára gamalll uppalinn Grindavíkingur. Hann er fæddur vestur á Ísafirði árið 1969 en flutti ársgamall til Grindavíkur og býr hér með eiginkonu sinni Helgu Ólínu Aradóttur. Við í Vísi höfum hlotið þeirra gæfu að hafa hann starfandi hjá okkur í rúm 20 ár. Jón Steinar er orðinn þekktur fyrir ljósmyndahæfileika sína og Facebook síðuna Bátar og bryggjubrölt sem hann heldur úti. Bátar og bryggjubrölt fór í loftið fyrir um þremur árum og hefur aldeilis slegið í gegn og er með 5.500 fylgjendur. Auk þess hefur BBC beðið um að fá að nota myndefni frá honum í þáttum sínum um inn- og útflutning til Bretlands. Aðspurður segist Jón Steinar hafa farið á eitt ljósmyndanámskeið en sé að öðru leyti sjálflærður þar sem hann hefur eytt heilu kvöldunum og nóttunum í að fínpússa ýmis stillingaratriði.
Lesa meira
16.10.2019
Þrjú fyrirtæki hafa verið valin úr hópi tilnefninga til að hljóta Hvatningarverðlaun Sjávarútvegsstefnunnar og TM árið 2019. Við mat á tillögum var litið til frumleika og áhrifa á virðisaukningu. Einnig var litið til áhrifa á ímynd íslensks sjávarútvegs, sjálfbærni og samstarfs. Codland sem var stofnað árið 2012 og er í eigu Vísis og Þorbjarnar var tilnefnt fyrir framtak sitt til að skapa verðmæti og atvinnu og tryggja þá ímynd enn fastar í sessi sem hefur einkennt íslenskan sjávarútveg um aukna nýtingu á hráefni til verðmætasköpunar.
Niceland Seafood var einnig tilnefnt fyrir nýstárlegar leiðir í að bjóða upp á ferskan, íslenskan fisk með rekjanleikalausn sem sýnir neytandanum hvernig fiskurinn ferðast frá veiðum í verslanir/veitingarhús og Sjávarklasinn fyrir stuðning við nýsköpun og samvinnu hinna ýmsu aðila innanlands og utan. Mikill fókus hefur verið á sjálfbærni og hafa verkefnin stuðlað að auknu samstarfi fyrirtækja, menntastofnanna og ríkisstofnanna.
Tilkynnt verður um vinningshafa verðlaunanna á Sjávarútvegsráðstefnunni sem haldin verður í Hörpu dagana 7. og 8. nóvember næstkomandi.
Lesa meira
20.09.2019
Eigendur sjávarútvegsfyrirtækjanna Vísis hf. og Þorbjarnar hf. hafa hafið viðræður um að leggja eignir félaganna inn í nýtt fyrirtæki og standa saman að rekstri nýs sjávarútvegsfyrirtækis í Grindavík. Vísir og Þorbjörn eru rótgróin og öflug sjávarútvegsfyrirtæki, svipuð að stærð og hafa unnið talsvert saman. Eiga þau meðal annars félög saman á borð við Haustak, Codland og sölufyrirtæki á Grikklandi.
Ef af verður, verður nýtt félag með rúmlega 44.000 tonn af aflaheimildum, um það bil 16 milljarða króna veltu og vel yfir 600 manns í vinnu.
Markmið eigenda félaganna, sem allir verða áfram hluthafar, er að búa til nýtt og kröftugt fyrirtæki sem jafnframt getur fylgt eftir tækninýjungum og svarað aukinni kröfu markaðanna. Einnig mun hið nýja fyrirtæki tryggja bolfiskvinnslu og styrkja samfélagið í Grindavík enn frekar.
Áætlað er að að samruni af þessu tagi taki allt að 3 árum og er ekki reiknað með uppsögnum í tengslum við hann, þó má að sjálfsögðu gera ráð fyrir breytingum á útgerðarháttum og mögulega einhverjum tilfærslum á störfum á þeim tíma.
Gangi viðræður um stofnun nýs félags samkvæmt áætlun, má búast við að það taki til starfa um áramót, en þangað til verður rekstur fyrirtækjanna tveggja óbreyttur.
Lesa meira
16.09.2019
Hér má sjá nýja Pál Jónsson sem er við höfn í Gdansk í Póllandi. Það styttist í komu skipsins til landsins en Kjartan Viðarson útgerðarstjóri Vísis tók meðfylgjandi myndir í síðustu ferð sinni út þar sem hann fylgdist með gangi mála. Samkvæmt Kjartani þá er skipið á lokametrunum í prófunum. ,,Þessa dagana er verið að gera prófanir á skipinu til þess að passa upp á að allt standist áður en skipinu er siglt heim. Það er allt að gerast og kemur vonandi í ljós í lok vikunnar nákvæmlega hvenær skipið kemur en svona ferli getur oft tekið lengri tíma en áætlað er. Við höfum brennt okkur á því að fá skipin of snemma heim t.d. þegar Sighvatur beið eftir fiskvinnslubúnaði og því að endanleg pappírsgerð kláraðist. Því verður passað upp á með nýja Pál Jónsson að þessi mál séu öll klár áður en það fer úr höfn.”
Þetta er fyrsta nýsmíðin af þessarri stærðargráðu í rúmlega 50 ára sögu Vísis. Skipið mun hafa Mustad Autoline línukerfi frá Ísfell ehf. og verður þar með fyrsta íslenska skipið með sjálfvirku rekkakerfi sem léttir á álagi og vinnu um borð. Skaginn 3X sér um uppsetningu vinnslubúnaðar sem bætir alla aflameðhöndlun, svo sem blæðingu, kælingu, flokkun og frágang afla í lest. Verkefnið er að hluta til unnið í samstarfi við Marel sem mun meðal annars sjá um flokkara og annan búnað um borð. Það ríkir mikil tilhlökkun að fá nýja Pál Jónsson til landsins og mun skipið styðja enn betur við stefnu fyrirtækisins um ábyrgar veiðar, hátæknivinnslu og vörugæði sem leiðir til framleiðslu afurða úr fyrsta flokks hráefni.
Lesa meira
16.09.2019
Hér má sjá nýja Pál Jónsson sem er við höfn í Gdansk í Póllandi. Það styttist í komu skipsins til landsins en Kjartan Viðarson útgerðarstjóri Vísis tók meðfylgjandi myndir í síðustu ferð sinni út þar sem hann fylgdist með gangi mála. Samkvæmt Kjartani þá er skipið á lokametrunum í prófunum þessa dagana. ,,Þessa dagana er verið að gera prófanir á skipinu til þess að passa upp á að allt standist áður en skipinu er siglt heim. Það er allt að gerast og kemur vonandi í ljós í lok vikunnar nákvæmlega hvenær skipið kemur en svona ferli getur oft tekið lengri tíma en áætlað er. Við höfum brennt okkur á því að fá skipin of snemma heim t.d. þegar Sighvatur beið eftir fiskvinnslubúnaði og því að endanleg pappírsgerð kláraðist. Því verður passað upp á með nýja Pál Jónsson að þessi mál séu öll klár áður en það fer úr höfn.”
Þetta er fyrsta nýsmíðin af þessarri stærðargráðu í rúmlega 50 ára sögu Vísis. Skipið mun hafa Mustad Autoline línukerfi frá Ísfell ehf. og verður þar með fyrsta íslenska skipið með sjálfvirku rekkakerfi sem léttir á álagi og vinnu um borð. Skaginn 3X sér um uppsetningu vinnslubúnaðar sem bætir alla aflameðhöndlun, svo sem blæðingu, kælingu, flokkun og frágang afla í lest. Verkefnið er að hluta til unnið í samstarfi við Marel sem mun meðal annars sjá um flokkara og annan búnað um borð. Það ríkir mikil tilhlökkun að fá nýja Pál Jónsson til landsins og mun skipið styðja enn betur við stefnu fyrirtækisins um ábyrgar veiðar, hátæknivinnslu og vörugæði sem leiðir til framleiðslu afurða úr fyrsta flokks hráefni.
Lesa meira
03.06.2019
Sighvatur GK 57 bátur Vísis og Sturla GK 12 bátur Þorbjarnar buðu gestum hátíðarinnar í hina árlegu skemmtisiglingu um Sjómannahelgina. Gaman var að sjá hversu mikill fjöldi mætti um borð en er þetta einn af viðburðunum í dagskrá Sjóarans síkáta.
Lesa meira
10.05.2019
Penninn var á lofti á sjávarútvegssýningunni sem haldin var í Brussel dagana 7-9 maí. Greint hefur verið frá samningnum við Marel um RoboBatcher innleiðingu en einnig var skrifað undir samninga við Skagann 3X og Ísfell ehf. á búnaði fyrir nýja Pál Jónsson, línuskipið sem væntanlegt er til landsins í haust.
Lesa meira
09.05.2019
Vísir og Marel skrifuðu undir samstarfssamning um RoboBatcher innleiðingu á sjávarútvegssýningunni í Brussel
Lesa meira