20.09.2019
Eigendur sjávarútvegsfyrirtækjanna Vísis hf. og Þorbjarnar hf. hafa hafið viðræður um að leggja eignir félaganna inn í nýtt fyrirtæki og standa saman að rekstri nýs sjávarútvegsfyrirtækis í Grindavík. Vísir og Þorbjörn eru rótgróin og öflug sjávarútvegsfyrirtæki, svipuð að stærð og hafa unnið talsvert saman. Eiga þau meðal annars félög saman á borð við Haustak, Codland og sölufyrirtæki á Grikklandi.
Ef af verður, verður nýtt félag með rúmlega 44.000 tonn af aflaheimildum, um það bil 16 milljarða króna veltu og vel yfir 600 manns í vinnu.
Markmið eigenda félaganna, sem allir verða áfram hluthafar, er að búa til nýtt og kröftugt fyrirtæki sem jafnframt getur fylgt eftir tækninýjungum og svarað aukinni kröfu markaðanna. Einnig mun hið nýja fyrirtæki tryggja bolfiskvinnslu og styrkja samfélagið í Grindavík enn frekar.
Áætlað er að að samruni af þessu tagi taki allt að 3 árum og er ekki reiknað með uppsögnum í tengslum við hann, þó má að sjálfsögðu gera ráð fyrir breytingum á útgerðarháttum og mögulega einhverjum tilfærslum á störfum á þeim tíma.
Gangi viðræður um stofnun nýs félags samkvæmt áætlun, má búast við að það taki til starfa um áramót, en þangað til verður rekstur fyrirtækjanna tveggja óbreyttur.
Lesa meira
16.09.2019
Hér má sjá nýja Pál Jónsson sem er við höfn í Gdansk í Póllandi. Það styttist í komu skipsins til landsins en Kjartan Viðarson útgerðarstjóri Vísis tók meðfylgjandi myndir í síðustu ferð sinni út þar sem hann fylgdist með gangi mála. Samkvæmt Kjartani þá er skipið á lokametrunum í prófunum. ,,Þessa dagana er verið að gera prófanir á skipinu til þess að passa upp á að allt standist áður en skipinu er siglt heim. Það er allt að gerast og kemur vonandi í ljós í lok vikunnar nákvæmlega hvenær skipið kemur en svona ferli getur oft tekið lengri tíma en áætlað er. Við höfum brennt okkur á því að fá skipin of snemma heim t.d. þegar Sighvatur beið eftir fiskvinnslubúnaði og því að endanleg pappírsgerð kláraðist. Því verður passað upp á með nýja Pál Jónsson að þessi mál séu öll klár áður en það fer úr höfn.”
Þetta er fyrsta nýsmíðin af þessarri stærðargráðu í rúmlega 50 ára sögu Vísis. Skipið mun hafa Mustad Autoline línukerfi frá Ísfell ehf. og verður þar með fyrsta íslenska skipið með sjálfvirku rekkakerfi sem léttir á álagi og vinnu um borð. Skaginn 3X sér um uppsetningu vinnslubúnaðar sem bætir alla aflameðhöndlun, svo sem blæðingu, kælingu, flokkun og frágang afla í lest. Verkefnið er að hluta til unnið í samstarfi við Marel sem mun meðal annars sjá um flokkara og annan búnað um borð. Það ríkir mikil tilhlökkun að fá nýja Pál Jónsson til landsins og mun skipið styðja enn betur við stefnu fyrirtækisins um ábyrgar veiðar, hátæknivinnslu og vörugæði sem leiðir til framleiðslu afurða úr fyrsta flokks hráefni.
Lesa meira
16.09.2019
Hér má sjá nýja Pál Jónsson sem er við höfn í Gdansk í Póllandi. Það styttist í komu skipsins til landsins en Kjartan Viðarson útgerðarstjóri Vísis tók meðfylgjandi myndir í síðustu ferð sinni út þar sem hann fylgdist með gangi mála. Samkvæmt Kjartani þá er skipið á lokametrunum í prófunum þessa dagana. ,,Þessa dagana er verið að gera prófanir á skipinu til þess að passa upp á að allt standist áður en skipinu er siglt heim. Það er allt að gerast og kemur vonandi í ljós í lok vikunnar nákvæmlega hvenær skipið kemur en svona ferli getur oft tekið lengri tíma en áætlað er. Við höfum brennt okkur á því að fá skipin of snemma heim t.d. þegar Sighvatur beið eftir fiskvinnslubúnaði og því að endanleg pappírsgerð kláraðist. Því verður passað upp á með nýja Pál Jónsson að þessi mál séu öll klár áður en það fer úr höfn.”
Þetta er fyrsta nýsmíðin af þessarri stærðargráðu í rúmlega 50 ára sögu Vísis. Skipið mun hafa Mustad Autoline línukerfi frá Ísfell ehf. og verður þar með fyrsta íslenska skipið með sjálfvirku rekkakerfi sem léttir á álagi og vinnu um borð. Skaginn 3X sér um uppsetningu vinnslubúnaðar sem bætir alla aflameðhöndlun, svo sem blæðingu, kælingu, flokkun og frágang afla í lest. Verkefnið er að hluta til unnið í samstarfi við Marel sem mun meðal annars sjá um flokkara og annan búnað um borð. Það ríkir mikil tilhlökkun að fá nýja Pál Jónsson til landsins og mun skipið styðja enn betur við stefnu fyrirtækisins um ábyrgar veiðar, hátæknivinnslu og vörugæði sem leiðir til framleiðslu afurða úr fyrsta flokks hráefni.
Lesa meira
03.06.2019
Sighvatur GK 57 bátur Vísis og Sturla GK 12 bátur Þorbjarnar buðu gestum hátíðarinnar í hina árlegu skemmtisiglingu um Sjómannahelgina. Gaman var að sjá hversu mikill fjöldi mætti um borð en er þetta einn af viðburðunum í dagskrá Sjóarans síkáta.
Lesa meira
10.05.2019
Penninn var á lofti á sjávarútvegssýningunni sem haldin var í Brussel dagana 7-9 maí. Greint hefur verið frá samningnum við Marel um RoboBatcher innleiðingu en einnig var skrifað undir samninga við Skagann 3X og Ísfell ehf. á búnaði fyrir nýja Pál Jónsson, línuskipið sem væntanlegt er til landsins í haust.
Lesa meira
09.05.2019
Vísir og Marel skrifuðu undir samstarfssamning um RoboBatcher innleiðingu á sjávarútvegssýningunni í Brussel
Lesa meira
07.05.2019
Vísir er með bás á sjávarútvegssýningunni Seafood Expo Global sem haldin er núna á dögunum 7-9 maí.
Lesa meira
13.04.2019
Á myndunum má sjá nýja Pál Jónsson GK sem mun leysa af hólmi eldra skip Vísis með sama nafni.
Lesa meira
21.03.2019
Enok Guðmundsson lætur af störfum hjá Vísi eftir 40 farsæl ár hjá fyrirtækinu
Lesa meira
25.06.2018
Sighvatur GK 57 kom til heimahafnar á föstudagskvöld eftir endurbyggingu í Póllandi og var vel tekið á móti honum. Pétur Hafsteinn Pálsson framkvæmdastjóri var að vonum ánægður með skipið og sagði allan frágang til fyrirmyndar. Þá sagði Pétur að skipið hafi reynst vel á heimleiðinni og að áhöfnin hafi verið ánægð.
Lesa meira