28.04.2015
Eins og undanfarin ár tók Vísir þátt í sjávarútvegssýningunni Seafood Expo Global í Brussel sem haldin var 21. – 23 apríl sl.
Sjávarútvegssýningin er stærsti viðburður ársins í sjávargeiranum þar sem kaupendur og seljendur sjávarafurða og tækja til fiskvinnslu bera saman bækur sínar.
Meðan á sýningunni stóð var undirritaður samningur milli Vísis hf og Marels um kaup á tveimur FleXicut vélum í frystihús Vísis að Miðgarði.
Góð aðsókn var á bás Vísis en óhætt er að segja að básinn hafi vakið athygli vegna nýs útlits í tilefni af 50 ára afmæli Vísis hf á þessu ári.
Að auki hýsti básinn fyritækið Haustak sem er dótturfyrirtæki Vísis og Þorbjarnar. Haustak sér um framleiðslu og sölu á þurrkuðum afurðum.
Margir viðskiptamenn heimsóttu básinn auk þess sem nýjir áhugasamir kaupendur kynntu sér vöruframboð Vísis og Haustaks.
Lesa meira
21.04.2015
Í dag var skrifað undir samning við Marel um kaup á tveimur FleXicut vélum, en Vísir hefur í samstarfi við Marel verið að þróa vélina síðan í byrjun árs. Fyrsta vélin verður sett upp í maí og sú seinni síðar á árinu. Samkvæmt Pétri Hafsteini Pálssyni, framkvæmdastjóra Vísis, er FleXicut "tímamótalausn sem færir hátæknina beint inn í hjarta fiskvinnslunnar sem hefur áhrif á allt heildarferlið." Ennfremur bendir hann á að þetta sé eitt stærsta skref í átt að sjálfvirknivæðingu sem við höfum séð í áraraðir. “Með tilkomu FleXicut getum við aukið vöruframboð okkar til muna og tryggjum hámarksnýtingu og gæði í hvert sinn sem er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur,“ segi Pétur.
Lesa meira
14.04.2015
Hinn fjölþjóðlegi kór Vísis söng á Café Lingua á Borgarbókasafninu í gær við góðar undirtektir. Café Lingua er tungumálavettvangur þar sem markmiðið er "að virkja þau tungumál sem hafa ratað til Íslands með fólki hvaðanæva að og auðgað mannlíf og menningu ásamt því að vekja forvitni borgarbúa á heiminum í kringum okkur" samkvæmt vef Borgarbókasafnsins. Kórinn söng lög á íslensku, pólsku, serbnesku og tælensku og spjallaði við gesti um lögin, samstarfið og tilurð textanna. Meðfylgjandi mynd var tekin af kórnum litríka á Café Lingua í gær.
Lesa meira
23.03.2015
Þann 5.mars afhentu starfsmenn Vísis hjúkrunarheimilinu Víðihlíð minningargjöf í minningu Páls Hreins Pálssonar, aðaleiganda Vísis, sem lést 16.febrúar síðastliðinn. Á meðfylgjandi mynd má sjá fulltrúa starfsfólks Vísis og Víðihlíðar við afhendinguna.
Lesa meira
14.02.2015
Í gær 12. janúar undirritaði Vísir hf. samning við Landsmennt um fræðslustjóra að láni. Þá var undirritaður samningur við Markviss ráðgjafa frá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum (MSS) um framkvæmd verkefnisins.
Lesa meira
17.09.2014
Í síðustu viku voru pólskir starfsmenn Vísis á íslenskunámskeiði, en gott var að geta nýtt tímann áður en nýja frystihúsið fer í gang.
Lesa meira