04.03.2016
Nýtt útlit Vísis, hannað af Erni Smára Gíslasyni, er tilnefnt til FÍT verðlauna ársins 2016 í flokknum mörkun. Verðlaunin eru veitt fyrir þau verk sem sköruðu fram úr á sviði grafískrar hönnunar og myndskreytingar á liðnu ári og verða veitt þann 9 mars nk.
Lesa meira
28.01.2016
Vinnsla í nýju frystihúsi Vísis, Miðgarði, fór í fyrsta skipti yfir 50 tonn í vikunni. Unnin voru 50.536 kg þann 27. janúar. Örlitlu munaði að 80 tonn færu í gegnum báðar vinnslur fyrirtækisins þann dag, því 29.452 kg voru unnin í saltfiskvinnslu Vísis, samtals 79.988 kg.
Lesa meira
17.08.2015
Jóhanna Gísladóttir er væntanleg með sína aðra löndun nk miðvikudag.
Veiðar hafa gengið betur en í fyrsta túr og er fiskurinn talsvert betur haldinn en sá sem kom í fyrstu löndun.
Fyrstu sölur hafa farið fram og fór túnfiskurinn að stærstum hluta til Japan en einnig Evrópu og Ameríku.
Hér má sjá nokkrar myndir sem teknar voru við fyrstu löndun.
Lesa meira
10.08.2015
Jóhanna Gísladóttir mun á miðvikudaginn 12 ágúst landa fyrsta túnfiskafla vertíðarinnar í Grindavík.
Þetta er annað árið sem Jóhanna er á túnfiskveiðum en veiðar hófust nokkuð fyrr nú í ár.
Lesa meira
01.07.2015
Skrifstofa og fiskvinnslur Vísis verða lokaðar í júlí. Skrifstofan opnar aftur 4.ágúst og fyrsti vinnsludagur eftir sumarlokun verður 10.ágúst.
Gleðilegt sumar!
Lesa meira
23.06.2015
Hér má nálgast myndir frá afmælishátíð Vísis sem haldin var í byrjun júní. Eins og sjá má var margt um manninn á viðburðum helgarinnar og mikil gleði ríkjandi.
Ljósmyndarinn í Hörpu á föstudeginum var María Kjartansdóttir og ljósmyndarar í Grindavík á sunnudeginum voru frá Potra ehf.
Lesa meira
23.06.2015
Tveir starfsmenn Vísis, þeir Eggert Daði Pálsson og Andrew Wissler, eru í Team Bacalao de Islandia sem tekur þátt í WOW Cyclothon sem hefst í kvöld. WOW Cyclothon er hjólreiðakeppni þar sem hjólað er með boðsveitarformi hringinn í kringum Ísland. Í ár er hjólað til styrktar uppbyggingu Batamiðstöðvar á geðsviði Landspítalans á Kleppi. Hægt verður að fylgjast með ferð hópsins hér: https://live.at.is/ og á facebook síðu hópsins: https://www.facebook.com/teambacalaodeislandia
Liðsmenn hópsins eru eftirfarandi: German Castillo, Bjarki Logason, Tómas Þór Eiríksson, Gunnlaugur Eiríksson, Guðmundur Steinn Sigurðsson, Heiðar Hrafn Eiríksson, Sigurdór Sigurðsson, Hallgrímur Þorvaldsson, Andrew Wissler og Eggert Pálsson. Eins og fram kemur á wowcyclothon síðunni: http://www.wowcyclothon.is/keppnin/keppandi?cid=5862 þá er Bacalao de Islandia gríðarlega sterkt lið þar sem allir kunna að hjóla. Þeir eru a.m.k með tvo aðila sem eru mjög góðir að hjóla upp brekkur og hinir góðir niður brekkur með góðan fallþunga. Áheitanúmer hópsins er 1097 og hvetjum við fólk til að styðja við hópinn og gott málefni.
Lesa meira
09.06.2015
Fjölmennt var á opnu húsi Vísis á sjómannadaginn í tilefni af 50 ára afmæli fyrirtækisins þar sem gestir og gangandi skoðuðu fiskvinnslur fyrirtækisins undir leiðsögn eigenda og starfsmanna. Gestum var boðið að smakka dýrindis fiskrétti eldaða úr afurðum Vísis við undirleik lifandi tónlistar auk þess sem Vísiskórinn tók nokkur lög við mikinn fögnuð gestanna.
Einnig var skrifað undir 3 ára styrktarsamning við Björgunarsveitina Þorbjörn þar sem Vísir styrkir björgunarsveitina um 3 milljónir króna á ári. Í tilefni af afmælinu færði Vísir einnig björgunarsveitinni 700.000 kr peningagjöf fyrir kerru undir nýja bátinn. Björgunarsveitin var afar ánægð með samninginn og gjöfina og þakkaði fyrirtækinu ómetanlegan stuðning.
Að kvöldi sjómannadags voru svo haldnir Minningartónleikar um Palla og Möggu, stofnendur Vísis, þar sem börn þeirra fluttu lög af geisladiskum sínum "Lögin hennar mömmu" og "Lögin hans pabba". Hljómdiskarnir voru til sölu um helgina og seldust mjög vel en allt andvirði sölunnar rennur til Grindavíkurkirkju.
Landskunnir hljóðfæraleikarar undir stjórn Vilhjálms Guðjónssonar spiluðu með systkinunum á tónleikunum ásamt góðum gestasöngvurum. Gestasöngvarar voru barna- og barnabarnabörn Palla og Möggu, Agnar Steinarsson og sjálfur konungur sjómannalaganna Ragnar Bjarnason.
Kirkjan var troðfull út að dyrum og skemmtu tónleikagestir sér konunglega og sungu með af innlifun undir lokin.
Lesa meira
29.05.2015
Í tilefni þess að Vísir hf. í Grindavík fagnar 50 ára afmæli sínu verður fyrirtækið með glæsilega dagskrá á sjómannadeginum 7. júní á Sjóaranum síkáta.
Klukkan 14 - 17 þann dag býður Vísir bæjarbúum og gestum Sjóarans síkáta að skoða fiskvinnslur fyrirtækisins undir leiðsögn eigenda. Boðið verður uppá fiskismakk, afmælisköku og lifandi tónlist. Saltfiskvinnsla fyrirtækisins hefur verið starfrækt í hálfa öld að Hafnargötu 16. Fyrirtækið er nú einnig að taka í notkun nýtt hátæknifrystihús að Miðgarði 3 til að mæta breyttum áherslum í greininni. Allir velkomnir.
Kl. 20:00 verða Minningartónleikar um Palla og Möggu [stofnendur Vísis] í Grindavíkurkirkju. Tónleikarnir eru haldnir í tilefni 50 ára afmælis Vísis hf. Þar flytja börn þeirra Palla og Möggu hárómantísk sjómannalög af nýútgefnum diski þeirra „Lögin hans pabba“. Með þeim eru landskunnir hljóðfæraleikarar undir stjórn Vilhjálms Guðjónssonar og sérstakur gestasöngvari verður Ragnar Bjarnason. Diskurinn verður til sölu á staðnum og rennur söluandvirði hans óskipt til Grindavíkurkirkju. Frítt inn og allir velkomnir.
Lesa meira
28.04.2015
Eins og undanfarin ár tók Vísir þátt í sjávarútvegssýningunni Seafood Expo Global í Brussel sem haldin var 21. – 23 apríl sl.
Sjávarútvegssýningin er stærsti viðburður ársins í sjávargeiranum þar sem kaupendur og seljendur sjávarafurða og tækja til fiskvinnslu bera saman bækur sínar.
Meðan á sýningunni stóð var undirritaður samningur milli Vísis hf og Marels um kaup á tveimur FleXicut vélum í frystihús Vísis að Miðgarði.
Góð aðsókn var á bás Vísis en óhætt er að segja að básinn hafi vakið athygli vegna nýs útlits í tilefni af 50 ára afmæli Vísis hf á þessu ári.
Að auki hýsti básinn fyritækið Haustak sem er dótturfyrirtæki Vísis og Þorbjarnar. Haustak sér um framleiðslu og sölu á þurrkuðum afurðum.
Margir viðskiptamenn heimsóttu básinn auk þess sem nýjir áhugasamir kaupendur kynntu sér vöruframboð Vísis og Haustaks.
Lesa meira