Fréttir

Árshátíð Vísis og myndbandið

Árshátíð Vísis og myndbandið Vísir hélt sína fyrstu árshátíð laugardaginn 18.nóvember í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ. Eftir fordrykk í Rokksafninu hélt hópurinn inn í stóra salinn þar sem veislustjórinn Þórunn Lárusdóttir hélt stemningunni uppi með skemmtun, söng og pub-quiz leik á milli borða, áður en Víðir og Dýrið þeyttu skífum fram á nótt. Hápunktur kvöldsins var samt árshátíðarmyndbandið þar sem starfsmenn Vísis fóru á kostum í leik og starfi. Það voru strákarnir í Beit.is sem sáu um árshátíðarmyndbandið skemmtilega, sem nálgast má hér: Árshátíðarmyndband Vísis 2017 – fyrri hluti Árshátíðarmyndband Vísis 2017 – seinni hluti
Lesa meira

Gæðaskoðun í stað snyrtilínu

Í síðustu viku tók Vísir í notkun nýja gæðaskoðunarlínu frá Marel og kom hún í stað snyrtilínunnar, sem hingað til hefur verið ómissandi hluti frystihúsa hér á landi. Frá því að frystihúsið opnaði árið 2014, með FleXicut skurðarvélina í fararbroddi, hafa reglulega orðið breytingar til að bæta flæðið í gegnum húsið og auka gæði. Nýja gæðaskoðunarlínan er stór og mikilvægur þáttur í þeirri þróun.
Lesa meira

Fjölskylduhátíð

Á laugardaginn var haldin fjölskylduhátíð í Vísi þar sem starfsmenn og börn þeirra skemmtu sér í alls kyns þrautum og leikjum. Um 90 manns mætti á skemmtunina sem haldin var í Hópinu. Gestir gæddu sér á kjötsúpu og vefjum, og svo sló ísinn frá Valdísi í gegn hjá öllum aldurshópum. Meðfylgjandi eru myndir af hátíðinni sem heppnaðist einstaklega vel.
Lesa meira

Íslandsmeistaramót Sjóarans síkáta í ísbaði

Íslandsmetið í ísbaði var slegið svo um munaði á fimmtudeginum fyrir sjómannahelgi. Þeir Páll Hreinn Pálsson og Algirdas Kazulis enduðu saman með metið sem var rúmar 32 mínútur. Fyrra íslandsmet var rúmar 20 mínútur.
Lesa meira

"Wild Icelandic Cod" sigurvegarar Hnakkaþonsins

Vísir lék stórt hlutverk í útflutningskeppni sjávarútvegsins, Hnakkaþon, sem var haldið í síðustu viku á vegum HR og SFS. Áskorunin snerist um að móta tillögur að því hvernig Vísir gæti aukið fullvinnslu í neytendaumbúðir á ferskfiski á Íslandi á sama tíma og fullt tillit væri tekið til kostnaðar, sjálfbærni og umhverfisáhrifa, og unnu nemendur meðal annars með Marel og Prentsmiðjunni Odda. Fimm lið skiluðu inn fjölbreyttum tillögum en vinningstillagan í Hnakkaþoninu 2017 bar heitið "Wild Icelandic Cod" og snerist um sérstakar umbúðir sem leggja áherslu á ferskleika, gæði, umhverfisvernd og sögu Vísis en innihalda líka einfaldar uppskriftir, sem henta meðvituðum neytendum í nútímasamfélagi.
Lesa meira

Nemendur HR vinna verkefni með Vísi, Marel og Odda

Vísir tekur þátt í Hnakkaþoni 2017. Hnakkaþon Háskólans í Reykjavík (HR) og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) hófst í dag og er nú haldið í þriðja sinn. Í Hnakkaþoni reyna nemendur HR með sér í lausn verkefna sem tengjast íslenskum sjávarútvegi. Að þessu sinni munu nemendur vinna að verkefni með Vísi í Grindavík, Marel og prentsmiðjunni Odda. Fréttatilkynninguna í heild sinni má sjá hér að neðan.
Lesa meira

Tilkynning til starfsfólks um vinnslustöðvun v/ hráefnisskorts í kjölfar verkfalls sjómanna

Tilkynning til starfsfólks um vinnslustöðvun v/ hráefnisskorts í kjölfar verkfalls sjómanna Grindavík 22. Desember 2016 Vegna verkfalls fiskimanna sem hófst 14.desember 2016 er ljóst að hráefnisskortur mun leiða til vinnslustöðvunar í fyrirtækinu Vísi hf. Af þessum ástæðum verður ekki komist hjá því að tilkynna starfsfólki fyrirsjáanlega vinnslustöðvun hjá Vísir hf Frá og með 27. Desember 2016 Ákveðið hefur verið að nýta heimild í lögum, sbr. Gr. 18.4.8.7. í kjarasamningi SGS og Samtaka atvinnulífsins, og fella niður launagreiðslru frá og með 27.12.2016 verði ekki búið að leysa verkfallið fyrir þann tíma. Starfsfólk verður að skrá sig hjá vinnumiðlun til að fá greiddar atvinnuleysisbætur. Vísir hf., mun í samráði við Verkalýðsfélag Grindavíkur og Vinnumálastofnun veita nánari upplýsingar um fyrirkomulag umsókna. Starfsfólk þarf að skrá sig á vef Vinnumálastonunar www.vinnumalastofnun.is eigi síðar en 27. Desember 2016. Vísir hf Pétur H. Pálsson
Lesa meira

Námskeið

Þar sem lítið var af fiski til vinnslu eftir verkfall sjómanna var haldið námskeið fyrir hluta starfsmanna Vísis dagana 17. og 18. nóvember sl. Stór hluti starfsmanna tók þátt í þessu kjarabundna námskeiði þar sem farið var yfir ýmislegt, m.a kjaramál, verkalýðsréttindi, sjálfsstyrkingu og skyndihjálp. MSS skipulagði námskeiðið sem haldið var bæði á íslensku/pólsku og íslensku/ensku og voru starfsmenn afar ánægðir með námskeiðishaldið.
Lesa meira

Íslenskt hugvit, framleiðsla og þekking í Vísi

Frystihús Vísis eru í forgrunni í nýju myndbandi SFS. Í myndbandinu er viðtal við framkvæmdastjóra Vísis og starfsmenn Marel, en fyrirtækin hafa unnið náið saman að þróun og útfærslu tækjabúnaðar í frystihúsinu. Samstarf sjávarútvegsfyrirtækja og tæknifyrirtækja á Íslandi er og hefur verið mikið enda beggja hagur að vel takist til. Nú er svo komið að nánast allur vinnslubúnaður í frystihúsinu er íslenskt hugvit og framleiðsla, byggð á íslenskri þekkingu. Myndbandið má nálgast hér: https://youtu.be/g3-0kKOOJ3E
Lesa meira

Hönnun á heilsudrykknum Öldu vekur athygli

Hin virta vefsíða um umbúðahönnun, The Dieline, fjallaði í vikunni um heilsudrykkinn Öldu. Þar segir að fáir drykkir séu jafn endurnærandi og ískalt límonaði úr íslensku vatni, og að Alda Iceland taki skrefinu lengra með því að bæta kollageni við. Þá sé hönnun þessa einstaka drykks, sem var í höndum íslenska sjávarklasans, álíka hressandi. Umfjöllun The Dieline í heild sinni má lesa hér. Alda Iceland er fyrsta vara Codland og var fyrst kynnt á opnu húsi Vísis um sjómannahelgina. Drykkurinn var upphaflega einungis seldur á veitingastaðnum Hjá Höllu í Grindavík en er nú komin í meiri dreifingu og fæst meðal annars í Nettó og Bláa Lóninu. Nánari upplýsingar um Öldu og sölustaðina má finna á aldaiceland.co.
Lesa meira