Fréttir

Sighvatur GK 57 bauð gestum Sjóarans síkáta í skemmtisiglingu

Sighvatur GK 57 bátur Vísis og Sturla GK 12 bátur Þorbjarnar buðu gestum hátíðarinnar í hina árlegu skemmtisiglingu um Sjómannahelgina. Gaman var að sjá hversu mikill fjöldi mætti um borð en er þetta einn af viðburðunum í dagskrá Sjóarans síkáta.
Lesa meira

Skrifað var undir samninga við Skagann 3X og Ísfell ehf. á sjávarútvegssýningunni í Brussel

Penninn var á lofti á sjávarútvegssýningunni sem haldin var í Brussel dagana 7-9 maí. Greint hefur verið frá samningnum við Marel um RoboBatcher innleiðingu en einnig var skrifað undir samninga við Skagann 3X og Ísfell ehf. á búnaði fyrir nýja Pál Jónsson, línuskipið sem væntanlegt er til landsins í haust.
Lesa meira

Vísir og Marel skrifuðu undir samstarfssamning um RoboBatcher innleiðingu

Vísir og Marel skrifuðu undir samstarfssamning um RoboBatcher innleiðingu á sjávarútvegssýningunni í Brussel
Lesa meira

Vísir er með bás á sjávarútvegssýningunni Seafood Expo Global í Brussel

Vísir er með bás á sjávarútvegssýningunni Seafood Expo Global sem haldin er núna á dögunum 7-9 maí.
Lesa meira

Nýr Páll Jónsson GK kominn á flot

Á myndunum má sjá nýja Pál Jónsson GK sem mun leysa af hólmi eldra skip Vísis með sama nafni.
Lesa meira

,,Ég ætlaði nú bara að vera með honum á síldveiðum í rúmlega mánuð en það urðu nú 40 ár"

Enok Guðmundsson lætur af störfum hjá Vísi eftir 40 farsæl ár hjá fyrirtækinu
Lesa meira

Sighvatur kominn til heimahafnar

Sighvatur GK 57 kom til heimahafnar á föstudagskvöld eftir endurbyggingu í Póllandi og var vel tekið á móti honum. Pétur Hafsteinn Pálsson framkvæmdastjóri var að vonum ánægður með skipið og sagði allan frágang til fyrirmyndar. Þá sagði Pétur að skipið hafi reynst vel á heimleiðinni og að áhöfnin hafi verið ánægð.
Lesa meira

Vísir hlaut Þekkingarverðlaunin 2018

Vísir hf. hlaut Íslensku þekkingarverðlaunin í ár en Vísir ásamt Arion banka, HB Granda og Skagans 3X voru tilnefnd til þekkingarverðlauna Félags viðskipta- og hagfræðinga. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn á Íslenska þekkingardeginum í Iðnó á föstudaginn. Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis, veitti verðlaununum viðtöku og var að vonum ánægður með viðurkenninguna: „Þetta er góð viðurkenning fyrir þá vinnu sem starfsfólk okkar hefur unnið síðasta áratuginn og mikil hvatning til að halda áfram á sömubraut.“ Pétur sagði einnig að það að þrjú af tilnefndu fyrirtækjunum kæmu úr sjávarútvegi væri „staðfesting á því hvar sjávarútvegurinn stendur í tæknibyltingunni. Samstarf sjávarútvegsins og tæknifyrirtækjanna væri að verða mjög sýnilegt.“ Við val á þekkingarfyrirtæki ársins 2018 var horft til þeirra fyrirtækja sem eru leiðandi í stafrænum lausnum og hafa með nýsköpun í tækni bætt rekstrarumhverfi fyrirtækisins. Leitað var eftir fyrirtækjum sem hafa með aukinni sjálfvirkni bætt þjónustu, afköst, nýtingu og/eða framleiðni. Einnig var mikilvægt að fyrirtækin starfi í sátt við samfélagið og séu með ríka umhverfisvitund. Í rökstuðningi dómnefndar segir meðal annars að Vísir hafi náð eftirtektarverðum árangri í rekstri sínum og aukið framleiðni og skilvirkni með innleiðingu og þróun stafrænna lausna. Vísir hafi með innleiðingu stafrænna lausna náð hagræðingu í rekstri með virkri stýringu flotans, nýtingarauka og hærra hlutfalli í betur borgandi afurðir. Þannig opnar tæknin þann möguleika að Vísir klári framleiðsluferlið beint í neytendapakkningar sem spara milliflutninga og milliumbúðir, en það sé stórt skref í að minnka kolefnisspor sjávarútvegsins ennfrekar. Þetta var í 18.sinn sem félagið stendur fyrir Íslenska þekkingardeginum og hér má sjá lista yfir þau fyrirtæki sem hafa hlotið Þekkingarverðlaun FVH (tilnefnd fyrirtæki innan sviga): 2000 Íslensk erfðagreining (Búnaðarbankinn, Hugvit, Össur) 2002 Marel (Bakkavör, Íslensk erfðagreining, Össur) 2003 Íslandsbanki (Kaupþing, Össur, Landsbankinn) 2004 Actavis (Pharmaco) (KB-banki, Baugur Group, Medcare Flaga) 2005 KB-banki (Baugur Group, Össur) 2006 Actavis (Avion Group, Bakkavör) 2007 Actavis (Marel, Össur) 2008 Össur (Norðurál, Kaffitár) 2009 CCP (Marel, Össur) 2010 Fjarðarkaup (CCP, Icelandair, Össur) 2011 Icelandair (Rio Tinto Alcan á Ísland, Samherji) 2012 Marel (Eimskip, Landspítali háskólasjúkrahús) 2013 Bláa lónið (Icelandair Group, True North) 2014 Ölgerðin (Össur, Já og LS Retail) 2015 Kerecis (ORF Líftækni, Carbon Recycling International) 2016 Íslandsbanki (Kolibri, Reiknistofa bankanna) 2017 Bláa lónið (Norðursigling, Íslenskir fjallaleiðsögumenn) 2018 Vísir hf. ( Arion banki, HB Grandi, Skaginn 3X)
Lesa meira

Myndband af Sighvati GK 357

Við stöndumst ekki mátið að setja þetta fallega myndband á heimasíðu okkar, en það tók Jón Steinar Sæmundsson í síðustu viku af happaskipinu Sighvati á leið í róður á sinni síðustu vetrarvertíð. Eins og glöggir menn sjá er númerið GK 357 en GK 57 er komið á arftaka hans í Póllandi sem kemur til heimahafnar á miðju ári. https://www.facebook.com/Bataogbryggjubrolt/videos/1427835430658895/
Lesa meira

Fjárfestingar og framtíðarsýn

Árið 2017 hefur verið viðburðaríkt hjá okkur í Vísi. Fyrir utan hefðbundinn rekstur hefur margt gengið eftir sem við stefndum að. Fyrr á árinu seldum við eign okkar í Kanada og er efnhagsreikningur félagsins er nú einfaldari og heilbrigðari. Áfram hefur verið unnið með Marel að nýjum tæknilausnum í vinnslunni og kom ný gæðaskoðunarlína í hús í haust í stað hefðbundinnar snyrtilínu. Í Póllandi er unnið að endurbygginu á gömlu Arney ex Skarðsvík. Ekkert er skilið eftir af gamla skipinu nema 2/3 af stálinu og er því nánast hægt að tala um nýsmíði. Mun það skip – sem gengið hefur undir vinnuheitinu Sævík - koma til landsins á miðju ári 2018 og leysa af hólmi Sighvat GK sem þjónað hefur okkur frá árinu 1980. Í vikunni var svo skrifað undir samning um nýsmíði í stað Páls Jónssonar GK sem koma mun til okkar á miðju ári 2019. Jafnframt er í þeim samningi ákvæði um annað samskonar skip sem kæmi til landsins ári síðar ef við kjósum svo. Það skip myndi leysa Kristínu GK af hólmi. Það eina sem þá væri eftir við endurnýjun flotans væri að Jóhanna færi í allsherjar klössun sem lyki á árinu 2021 en eins og menn muna kom Fjölnir GK endurbyggður til landsins fyrir rúmu ári. Gamli Fjölnir – eða Hrungnir eins og hann hét lengst af – fékk virðulega útför í Njarðvíkurslipp á miðju þessu ári eftir áratuga þjónustu og félagsskap við okkur. Á sama degi og skrifað var undir nýsmíðina, 12. desember sl., var einnig skrifað undir samruna Vísis og Marvers ehf. sem gerir út Daðey GK. Með henni fylgja 1100 tonna veiðiheimildir sem styrkja landvinnsluna okkar sem því nemur. Palli Jói og Munda eru því komin með okkur af fullum krafti í þau verkefni sem framundan eru. Allt er þetta sérstaklega ánægjulegt og uppörvandi fyrir komandi ár og gert í trausti þess að rekstrarumhverfi greinarinnar verði samkeppnisfært á komandi árum. Við munum áfram treysta á íslenskt hugvit og þekkingu í uppbyggingu okkar, eins og við höfum gert með Marel, NAVIS og Raftíðni í ofangreindum fjárfestingum. Meðfylgjandi myndir segja meira en mörg orð. Pétur Hafsteinn Pálsson
Lesa meira