Fréttir

Ábyrgur sjávarútvegur í sátt við umhverfi og samfélag

Fyrirtæki innan vébanda Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hafa markað sér stefnu í samfélagsábyrgð sem grundvallast á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Með undirritun samþykkja fyrirtækin að innleiða stefnuna í rekstur sinn og reglulega verður metið hvernig fyrirtækjum tekst upp í þeirri vinnu.
Lesa meira

Samstaða lykilatriði hjá fyrirtækinu í baráttunni gegn kórónuveirufaraldrinum

Hingað til hefur tekist vel að halda uppi smitvörnum í fyrirtækinu og þökkum við það fyrst og fremst starfsfólki okkar. Óvenjulegar aðstæður sem þessar kalla á miklar breytingar á starfsháttum.
Lesa meira

Björgunaræfing hjá áhöfn Jóhönnu Gísladóttur GK 557

Reglulegar öryggisæfingar eru liður í skipulögðu vinnuverndarstarfi Vísis
Lesa meira

Vísir með jafnlaunavottun

Þann 13. mars síðastliðinn fékk Vísir hf. jafnlaunavottun. Undirbúningur að jafnlaunakerfi fyrirtækisins hófst árið 2018, í lok árs 2019 var sótt um vottun og úttektin fór fram í febrúar 2020. Vegna kórónuveirufaraldursins kom vottorðið ekki í hús fyrr en í lok maí og við það tækifæri sagði framkvæmdastjóri Vísis, Pétur Hafsteinn Pálsson: „Að baki vottuninni liggur mikil vinna sem margir hafa komið að enda jafnrétti kynjanna mikilvægt málefni og eitt af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Það er virkilega ánægjulegt að vera komin með jafnlaunavottun, þetta er stór hluti af því að vera samfélagslega ábyrgt fyrirtæki.“ Meðfylgjandi mynd sýnir Davíð Lúðvíksson úttektaraðila frá Vottun hf. afhenda Erlu Ósk Pétursdóttur, mannauðsstjóra Vísis, vottorðið góða.
Lesa meira

Til hamingju með daginn!

Vísir hf. óskar sjómönnum, fiskverkafólki og fjölskyldum þeirra til hamingju með daginn.
Lesa meira

Vinnureglur Vísis vegna undanþágu

Fiskvinnsla á Íslandi hefur fengið undanþágu frá auglýsingu nr. 243/2020, um takmörkun á samkomum vegna farsótta, þar sem hún telst efnahagslega mikilvæg eining. Vísir hefur getað starfað áfram á grundvelli þessarar undanþágu sem er þó háð ákveðnum skilyrðum. Hér eru helstu atriði sem Vísir er að gera til að standast skilyrði undanþágunnar: • Enginn samgangur er á milli starfsstöðva og heimsóknir eru bannaðar • Starfsfólki innan hverrar starfsstöðvar hefur verið skipt í hópa (að hámarki 20 í hóp) • Bara einn hópur fer saman í kaffi/mat • Dagleg þrif hafa verið aukin og sameiginleg rými eru sótthreinsuð á milli hópa • Fjarlægð milli starfsmanna er a.m.k. 2 metrar og þar sem því verður ekki við komið er notaður hlífðarfatnaður (plastsvuntur, hanskar og hlífðargrímur) • Ítreka mikilvægi handþvottar og hafa spritt aðgengilegt • Ítreka mikilvægi þess að enginn komi til vinnu með flensueinkenni Ítarlegri útlistun og vinnureglur Vísis í sambandi við undanþáguna má finna hér.
Lesa meira

Engar heimsóknir vegna kórónuveirunnar

Vísir hf. hefur beint þeim tilmælum til starfsmanna sinna að leyfa engar heimsóknir í starfsstöðvar fyrirtækisins um óákveðinn tíma vegna faraldurs kórónuveirunnar. Þá hefur starfsfólk verið hvatt til þess að draga úr ferðalögum eins og kostur er og sleppa alfarið ferðalögum til skilgreindra áhættusvæða þar sem faraldurinn geisar og smit er talið útbreitt. Er þetta gert í samræmi við tilmæli Embættis landlæknis.
Lesa meira

Fjölmennt á bryggjunni við komu nýja Páls Jónssonar GK 7

Lesa meira

Gestum og gangandi boðið að skoða nýja Pál Jónsson í dag

Lesa meira

Eigendur Vísis hf og Þorbjarnar hf halda samstarfi áfram

Viðræður um mögulega sameiningu sem hófust sl. haust hefur formlega verið hætt hjá eigendum Vísis hf og Þorbjarnar hf. en ákveðið hefur verið að halda áfram góðu samstarfi fyrirtækjanna tveggja. Fjölmargir vinnuhópar voru skipaðir til að skoða alla snertifleti og hafa þeir nú skilað inn tillögum sínum. Eftir yfirferð þeirra er niðurstaðan sú að fara ekki með sameiningarmál lengra að sinni, en halda þess í stað góðu samstarfi Þorbjarnar hf. og Vísis hf. áfram og nýta niðurstöðu vinnuhópanna til að styrkja það samstarf enn frekar. Þrátt fyrir þessa niðurstöðu nú, telja eigendur fyrirtækjanna tveggja að hún útiloki ekki aðra möguleika í framtíðinni. Vísir og Þorbjörn eru rótgróin og öflug sjávarútvegsfyrirtæki, svipuð að stærð og hafa í gegnum árin unnið talsvert saman. Eiga þau meðal annars félög saman á borð við Haustak, Codland og sölufyrirtæki á Grikklandi. Vel yfir 600 manns vinna hjá fyrirtækjunum tveimur sem samanlagt hafa um 44.000 tonn af aflaheimildum og er ljóst að gott samstarf mun gagnast fyrirtækjunum vel og auka sóknartækifæri þeirra á erlendri grundu.
Lesa meira