15.06.2017
Íslandsmetið í ísbaði var slegið svo um munaði á fimmtudeginum fyrir sjómannahelgi.
Þeir Páll Hreinn Pálsson og Algirdas Kazulis enduðu saman með metið sem var rúmar 32 mínútur.
Fyrra íslandsmet var rúmar 20 mínútur.
Lesa meira
24.01.2017
Vísir lék stórt hlutverk í útflutningskeppni sjávarútvegsins, Hnakkaþon, sem var haldið í síðustu viku á vegum HR og SFS. Áskorunin snerist um að móta tillögur að því hvernig Vísir gæti aukið fullvinnslu í neytendaumbúðir á ferskfiski á Íslandi á sama tíma og fullt tillit væri tekið til kostnaðar, sjálfbærni og umhverfisáhrifa, og unnu nemendur meðal annars með Marel og Prentsmiðjunni Odda. Fimm lið skiluðu inn fjölbreyttum tillögum en vinningstillagan í Hnakkaþoninu 2017 bar heitið "Wild Icelandic Cod" og snerist um sérstakar umbúðir sem leggja áherslu á ferskleika, gæði, umhverfisvernd og sögu Vísis en innihalda líka einfaldar uppskriftir, sem henta meðvituðum neytendum í nútímasamfélagi.
Lesa meira
19.01.2017
Vísir tekur þátt í Hnakkaþoni 2017.
Hnakkaþon Háskólans í Reykjavík (HR) og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) hófst í dag og er nú haldið í þriðja sinn. Í Hnakkaþoni reyna nemendur HR með sér í lausn verkefna sem tengjast íslenskum sjávarútvegi. Að þessu sinni munu nemendur vinna að verkefni með Vísi í Grindavík, Marel og prentsmiðjunni Odda.
Fréttatilkynninguna í heild sinni má sjá hér að neðan.
Lesa meira
22.12.2016
Tilkynning
til starfsfólks um vinnslustöðvun v/ hráefnisskorts
í kjölfar verkfalls sjómanna
Grindavík 22. Desember 2016
Vegna verkfalls fiskimanna sem hófst 14.desember 2016 er ljóst að hráefnisskortur mun leiða til vinnslustöðvunar í fyrirtækinu Vísi hf.
Af þessum ástæðum verður ekki komist hjá því að tilkynna starfsfólki fyrirsjáanlega vinnslustöðvun hjá Vísir hf Frá og með 27. Desember 2016
Ákveðið hefur verið að nýta heimild í lögum, sbr. Gr. 18.4.8.7. í kjarasamningi SGS og Samtaka atvinnulífsins, og fella niður launagreiðslru frá og með 27.12.2016 verði ekki búið að leysa verkfallið fyrir þann tíma.
Starfsfólk verður að skrá sig hjá vinnumiðlun til að fá greiddar atvinnuleysisbætur. Vísir hf., mun í samráði við Verkalýðsfélag Grindavíkur og Vinnumálastofnun veita nánari upplýsingar um fyrirkomulag umsókna.
Starfsfólk þarf að skrá sig á vef Vinnumálastonunar www.vinnumalastofnun.is eigi síðar en 27. Desember 2016.
Vísir hf
Pétur H. Pálsson
Lesa meira
21.11.2016
Þar sem lítið var af fiski til vinnslu eftir verkfall sjómanna var haldið námskeið fyrir hluta starfsmanna Vísis dagana 17. og 18. nóvember sl. Stór hluti starfsmanna tók þátt í þessu kjarabundna námskeiði þar sem farið var yfir ýmislegt, m.a kjaramál, verkalýðsréttindi, sjálfsstyrkingu og skyndihjálp. MSS skipulagði námskeiðið sem haldið var bæði á íslensku/pólsku og íslensku/ensku og voru starfsmenn afar ánægðir með námskeiðishaldið.
Lesa meira
20.10.2016
Frystihús Vísis eru í forgrunni í nýju myndbandi SFS. Í myndbandinu er viðtal við framkvæmdastjóra Vísis og starfsmenn Marel, en fyrirtækin hafa unnið náið saman að þróun og útfærslu tækjabúnaðar í frystihúsinu. Samstarf sjávarútvegsfyrirtækja og tæknifyrirtækja á Íslandi er og hefur verið mikið enda beggja hagur að vel takist til. Nú er svo komið að nánast allur vinnslubúnaður í frystihúsinu er íslenskt hugvit og framleiðsla, byggð á íslenskri þekkingu. Myndbandið má nálgast hér: https://youtu.be/g3-0kKOOJ3E
Lesa meira
16.09.2016
Hin virta vefsíða um umbúðahönnun, The Dieline, fjallaði í vikunni um heilsudrykkinn Öldu. Þar segir að fáir drykkir séu jafn endurnærandi og ískalt límonaði úr íslensku vatni, og að Alda Iceland taki skrefinu lengra með því að bæta kollageni við. Þá sé hönnun þessa einstaka drykks, sem var í höndum íslenska sjávarklasans, álíka hressandi. Umfjöllun The Dieline í heild sinni má lesa hér.
Alda Iceland er fyrsta vara Codland og var fyrst kynnt á opnu húsi Vísis um sjómannahelgina. Drykkurinn var upphaflega einungis seldur á veitingastaðnum Hjá Höllu í Grindavík en er nú komin í meiri dreifingu og fæst meðal annars í Nettó og Bláa Lóninu. Nánari upplýsingar um Öldu og sölustaðina má finna á aldaiceland.co.
Lesa meira
30.08.2016
Bandaríski fréttarisinn Bloomberg heimsótti Vísi í sumar og gerði um það athyglisverða frétt sem það birti í miðlum sínum. Tilefni heimsóknarinnar var notkun Vísis á Flexicut skurðarvél frá Marel, en vélin er tímamótalausn sem finnur beingarðinn í fiskinum, fjarlægir af mikilli nákvæmni og sker í bita. Vísir hefur verið í nánu samstarfi við Marel vegna Flexicut vélanna en hún færir hátækni beint í hjarta fiskvinnslunnar, eins og Pétur Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis, orðaði það.
Frétt Bloomberg má sjá hér að neðan
http://www.bloomberg.com/news/articles/2016-06-20/marel-s-fish-slicing-robot-fillets-by-algorithm
Lesa meira
10.08.2016
Þorskur frá Vísi hf verður á borðum allra íþróttamanna á Ólympíuleikunum í Rio de Janeiro í Brasilíu. Ákveðið var að MSC vottaður fiskur yrði á boðstólnum á þessum stærsta og umsvifamesta íþróttaviðburði heims og fyrir valinu varð MSC vottaður þorskur frá Vísi hf. Pétur H. Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf segir þetta gríðarlega viðurkenningu fyrir fyrirtækið og það starf sem unnið hafi verið hjá fyrirtækinu og staðfesting að fyrirtækið sé á réttri leið í gæðastarfi sínu. Ólympíunefndin ákvað árið 2012 að allur fiskur úr veiðum á villtum fiski skildi vera vottaður samkvæmt Marine Stewardship Council staðli um sjálfbærar og umhverfisvænar fiskveiðar.
Lesa meira
06.06.2016
Fjöldi fólks lagði leið sína á opið hús hjá Vísi um helgina. Gestir og gangandi kynntu sér hátækni fiskvinnslunnar á gagnvirkum skjám og smökkuðu nýja drykkinn hjá Codland, collagen límonaðið Öldu, undir ljúfum tónum Margrétar Pálsdóttur og Ársæls Mássonar og gesta. Við þökkum gestum okkar kærlega fyrir komuna!
Lesa meira